Nóbelsverðlaunin afhent Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. desember 2014 08:00 Malala Yousafzai og Kailash Satyarthi með verðlaun sín í ráðhúsi Óslóborgar. vísir/afp Nóbelsverðlaunin voru afhent í gær. Venju samkvæmt voru friðarverðlaunin afhent í ráðhúsi Óslóborgar en önnur verðlaun hafa Svíar á sinni könnu og voru þau afhent í óperuhúsi borgarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent frá árinu 1901 að undanskildum heimsstyrjaldarárunum 1940-42. Verðlaunin í hagfræði bættust við flóruna árið 1968. Friðarverðlaunin hlutu hin pakistanska Malala Yousafzai og Indverjinn Kailash Satyarthi. Yousafzai hefur barist fyrir því að stúlkur í heimalandi hennar fái að mennta sig til jafns við stráka. „Ég er stolt af því að vera yngsti Nóbelsverðlaunahafi sögunnar og jafnframt fyrsti Pakistaninn til að hljóta þau,“ sagði Yousafzai í ræðu sinni við athöfnina. Hún taldi enn fremur líklegt að hún væri eini Nóbelsverðlaunahafinn sem myndi enn slást við yngri bræður sína. Áður var Lawrence Bragg yngsti verðlaunahafinn en hann var 25 ára er hann hlaut eðlisfræðiverðlaunin árið 1915 fyrir rannsóknir sínar á röntgengeislum. Satyarthi hlaut verðlaunin fyrir baráttu sína gegn barnaþrælkun en talið er að samtök hans hafi losað hátt í 100.000 börn úr böndum þrælkunar. Við verðlaunaafhendinguna hljóp maður upp á sviðið og veifaði mexíkóska fánanum áður en hann var snarlega fjarlægður af öryggisvörðum.Patrick Modiano hlaut verðlaun fyrir bókmenntirvísir/afpVerðlaunin í bókmenntum og hagfræði féllu í skaut tveggja Frakka. Patrick Modiano gaf sína fyrstu bók út árið 1968 og hefur síðan þá gefið út fjöldann allan af ritum. Verk hans fjalla oft um hluti tengda sjálfsvitund, gleymsku og sektarkennd. Modiano er lítt þekktur utan heimalands síns en fá verka hans hafa verið þýdd yfir á önnur tungumál. „Það er auðvelt að ímynda sér að rithöfundar eigi auðvelt með að flytja ræður en sannleikurinn er sá að oft eigum við í vandræðalegu sambandi við rödd okkar,“ sagði Modiano í þakkarræðu. Landi hans, Jean Tirole, hlaut verðlaunin í hagfræði fyrir rannsóknir sínar á markaðsstyrk og regluverki. Í umsögn Nóbelsnefndarinnar segir að Tirole hafi með rannsóknum sínum sýnt hvernig hægt sé að stýra mörkuðum með löggjöf þar sem lítil samkeppni sé til staðar.Shuji Nakamura merkir sér stól en hefð er fyrir því að Nóbelsverðlaunahafar geri slíkt.vísir/afpNóbelsverðlaunin í eðlisfræði fengu Japananir Hiroski Amano, Isamu Akasaki og Shuji Nakamura. Þeir, í sameiningu, fundu upp bláar ljósdíóður sem þurfa minni orku en þeir ljósgjafar er áður þekktust. Flest njótum við góðs af því í dag en tæknin hefur meðal annars nýst í farsíma og sjónvörp dagsins í dag. Norsku hjónin May-Britt Moser og Edvard Moser deildu verðlaunum í læknisfræði með hinum bresk/bandaríska John O'Keefe. Þau uppgötvuðu frumur í heilanum sem gera mönnum kleift að átta sig á rýminu í kringum sig. Uppgötvun þeirra mun koma að gagni í baráttunni við Alzheimers-sjúkdóminn en erfiðleikar við að rata eru meðal fyrstu einkenna hans. Þrír skiptu með sér Nóbelnum í efnafræði. Bandaríkjamennirnir Eric Betzig, William Moerner og Þjóðverjinn Stefan Hell voru heiðraðir fyrir að búa til smásjá sem gerir vísindamönnum kleift að skoða smærri hluti en þekktist áður. Þökk sé þeim er nú hægt að kafa inn í frumur og fylgjast með prótínum og öðrum sameindum. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Nóbelsverðlaunin voru afhent í gær. Venju samkvæmt voru friðarverðlaunin afhent í ráðhúsi Óslóborgar en önnur verðlaun hafa Svíar á sinni könnu og voru þau afhent í óperuhúsi borgarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent frá árinu 1901 að undanskildum heimsstyrjaldarárunum 1940-42. Verðlaunin í hagfræði bættust við flóruna árið 1968. Friðarverðlaunin hlutu hin pakistanska Malala Yousafzai og Indverjinn Kailash Satyarthi. Yousafzai hefur barist fyrir því að stúlkur í heimalandi hennar fái að mennta sig til jafns við stráka. „Ég er stolt af því að vera yngsti Nóbelsverðlaunahafi sögunnar og jafnframt fyrsti Pakistaninn til að hljóta þau,“ sagði Yousafzai í ræðu sinni við athöfnina. Hún taldi enn fremur líklegt að hún væri eini Nóbelsverðlaunahafinn sem myndi enn slást við yngri bræður sína. Áður var Lawrence Bragg yngsti verðlaunahafinn en hann var 25 ára er hann hlaut eðlisfræðiverðlaunin árið 1915 fyrir rannsóknir sínar á röntgengeislum. Satyarthi hlaut verðlaunin fyrir baráttu sína gegn barnaþrælkun en talið er að samtök hans hafi losað hátt í 100.000 börn úr böndum þrælkunar. Við verðlaunaafhendinguna hljóp maður upp á sviðið og veifaði mexíkóska fánanum áður en hann var snarlega fjarlægður af öryggisvörðum.Patrick Modiano hlaut verðlaun fyrir bókmenntirvísir/afpVerðlaunin í bókmenntum og hagfræði féllu í skaut tveggja Frakka. Patrick Modiano gaf sína fyrstu bók út árið 1968 og hefur síðan þá gefið út fjöldann allan af ritum. Verk hans fjalla oft um hluti tengda sjálfsvitund, gleymsku og sektarkennd. Modiano er lítt þekktur utan heimalands síns en fá verka hans hafa verið þýdd yfir á önnur tungumál. „Það er auðvelt að ímynda sér að rithöfundar eigi auðvelt með að flytja ræður en sannleikurinn er sá að oft eigum við í vandræðalegu sambandi við rödd okkar,“ sagði Modiano í þakkarræðu. Landi hans, Jean Tirole, hlaut verðlaunin í hagfræði fyrir rannsóknir sínar á markaðsstyrk og regluverki. Í umsögn Nóbelsnefndarinnar segir að Tirole hafi með rannsóknum sínum sýnt hvernig hægt sé að stýra mörkuðum með löggjöf þar sem lítil samkeppni sé til staðar.Shuji Nakamura merkir sér stól en hefð er fyrir því að Nóbelsverðlaunahafar geri slíkt.vísir/afpNóbelsverðlaunin í eðlisfræði fengu Japananir Hiroski Amano, Isamu Akasaki og Shuji Nakamura. Þeir, í sameiningu, fundu upp bláar ljósdíóður sem þurfa minni orku en þeir ljósgjafar er áður þekktust. Flest njótum við góðs af því í dag en tæknin hefur meðal annars nýst í farsíma og sjónvörp dagsins í dag. Norsku hjónin May-Britt Moser og Edvard Moser deildu verðlaunum í læknisfræði með hinum bresk/bandaríska John O'Keefe. Þau uppgötvuðu frumur í heilanum sem gera mönnum kleift að átta sig á rýminu í kringum sig. Uppgötvun þeirra mun koma að gagni í baráttunni við Alzheimers-sjúkdóminn en erfiðleikar við að rata eru meðal fyrstu einkenna hans. Þrír skiptu með sér Nóbelnum í efnafræði. Bandaríkjamennirnir Eric Betzig, William Moerner og Þjóðverjinn Stefan Hell voru heiðraðir fyrir að búa til smásjá sem gerir vísindamönnum kleift að skoða smærri hluti en þekktist áður. Þökk sé þeim er nú hægt að kafa inn í frumur og fylgjast með prótínum og öðrum sameindum.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira