Erlent

Evrópusinnar saman í stjórn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Vladimir Voronin leiðtogi Kommúnistaflokks Moldóvu greiðir atkvæði á sunnudag.
Vladimir Voronin leiðtogi Kommúnistaflokks Moldóvu greiðir atkvæði á sunnudag. Fréttablaðið/AP
Stjórnarflokkarnir í Moldóvu unnu nauman sigur í þingkosningum í helgina, og verða því áfram við stjórnvölinn. Fylgi þeirra hefur engu að síður minnkað töluvert frá því í síðustu kosningum, fyrir fjórum árum.

Árið 2010 fengu flokkarnir þrír, sem allir eru hlynntir samstarfi við Evrópusambandið, 52 prósent atkvæða. Nú fengu þeir tæplega 45 prósent.

Tveir stjórnarandstöðuflokkar, sem báðir eru hlynntir samstarfi við Rússland, fengu hins vegar rúmlega 39 prósent.

Þjóðin skiptist því niður í tvær stórar meginfylkingar eftir afstöðunni til Evrópusambandsins og Rússlands, ekki ósvipað því sem verið hefur í nágrannalandinu Úkraínu.

Íbúar í austurhluta landsins eru, rétt eins og í Úkraínu, hlynntari Rússlandi en íbúar vesturhlutans.

„Ég er ekki ánægður með úrslitin, en við getur boðið upp á drög að Evrópusinnaðri stjórn,“ sagði Vlad Filat, leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, sem fékk rúmlega 19 prósent atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×