Enski boltinn

DeAndre Yedlin genginn í raðir Tottenham

Kristinn Páll Teitssonj skrifar
Yedlin í baráttunni við Eden Hazard á HM í sumar.
Yedlin í baráttunni við Eden Hazard á HM í sumar. Vísir/Getty
Tottenham gekk frá kaupunum á bandaríska hægri bakveðrinum DeAndre Yedlin frá Seattle Sounders í dag. Yedlin sem er aðeins 21 árs gamall verður lánaður aftur til Seattle út tímabilið.

Talið er að Tottenham greiði 2,5 milljónir punda fyrir Yedlin sem skrifaði undir fjögurra samning hjá Tottenham.

Yedlin var hluti af bandaríska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar en þar var hann liðsfélagi Arons Jóhannssonar. Kom hann þrisvar inn af bekknum á mótinu en Aron óskaði liðsfélaga sínum úr landsliðinu til hamingju á Twitter í kvöld þegar gengið var frá félagsskiptunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×