Erlent

Vill viðræður áfram

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Catherine Ashton og Mohammad Javad Zarif Fulltrúar Evrópusambandsins og Írans á samningafundi í Vínarborg á mánudag.
Catherine Ashton og Mohammad Javad Zarif Fulltrúar Evrópusambandsins og Írans á samningafundi í Vínarborg á mánudag. vísir/AP
 „Bandaríkin og evrópsku nýlenduríkin komu saman og beittu sér af alefli í kjarnorkumálinu til að knýja Íslamska lýðveldið til uppgjafar, en þeim tókst það ekki og þeim mun ekki takast það,“ sagði Ali Khameini, æðsti leiðtogi Írans.

Samkomulag tókst í Vínarborg á mánudag um að veita Írönum frest þangað til í júlí á næsta ári til þess að ná samkomulagi um kjarnorkuáform sín við Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland.

Fulltrúar ríkjanna sátu að stífum fundahöldum í Vínarborg undanfarna viku, en fresturinn til að ná samkomulagi átti að renna út á miðnætti í gær.

Hassan Rúhaní Íransforseti segir Írana staðráðna í að halda áfram viðræðum. Áætlunin er sú að fyrir 1. mars verði gert samkomulag um það, hvaða ágreiningsmál þurfi að leysa. Fjórum mánuðum síðar verði svo gengið frá endanlegu samkomulagi.

Vesturlönd hafa ekki treyst Írönum til þess að koma sér upp kjarnorkuverum, jafnvel þótt írönsk stjórnvöld hafi jafnan fullyrt að þau ætli sér eingöngu að nota kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×