Óvíst að samkomulagi verði náð í kjarnorkuviðræðunum í Vínarborg Freyr Bjarnason skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Hópur íranskra stúdenta sýnir löndum sínum stuðning fyrir framan kjarnorkustofnun Írans í höfuðborginni Teheran. „Burt með refsiaðgerðirnar“ stendur á einu skiltanna. Vísir/AP Óvíst er að samkomulag náist í dag þegar lokafrestur í viðræðum um kjarnorkumál í Íran rennur út. Fundarhöld hafa staðið yfir í Vínarborg í Austurríki að undanförnu. Svo gæti farið að Íran og stórveldin sex sem eiga í viðræðunum muni gera með sér samkomulag um nýjan lokafrest. Mögulegt er að „almennt pólitískt samkomulag“ náist í Vín sem báðir samningsaðilar þurfa síðan að koma sér betur saman um. Viðræður um samkomulagið þyrftu að fara síðar fram með tilheyrandi undirskriftum, samkvæmt upplýsingum frá meðlim írönsku samninganefndarinnar. Í framhaldinu þyrftu samningaviðræður svo að halda enn frekar áfram um þau mál sem voru ekki í „almenna samkomulaginu“. Þeir fulltrúar sem hafa tekið þátt í samningaviðræðunum í Vín segja að töluvert beri á milli í viðræðum Bandaríkjanna og Írans um hversu mikið Íranar þurfi að draga úr kjarnorkustarfsemi sinni. Bandaríkjamenn óttast að Íranar hafi í hyggju að smíða kjarnorkuvopn en þeir segjast engan áhuga hafa á því. Þeir séu að nota kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi til að framleiða orku. Íranar vilja engu að síður semja við Bandaríkin til að binda enda á alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn þeim sem tengjast kjarnorkustarfseminni. „Markmið okkar hefur verið að loka fyrir þær mörgu leiðir sem Íranar geta farið til að eignast kjarnorkuvopn,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti. „Á sama tíma þurfum við að sjá til þess að dregið verði úr refsiaðgerðunum skref fyrir skref ef Íranar eru að gera það sem þeir eiga að gera. Ég held að Íranar vilji að refsiaðgerðirnar verði stöðvaðar þegar í stað en samt hafa einhverjar leiðir verið opnar á sama tíma og við getum ekki leyft það,“ sagði forsetinn í viðtali í þættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC. Stífar viðræður hafa staðið yfir í Vín á milli utanríkisráðherra Írans og fimm þjóða, Bandaríkjanna, Rússlands, Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Utanríkisráðherra Kína var svo væntanlegur til borgarinnar í dag. Til að mynda hefur John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, margsinnis fundað með Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, í von um að ná samkomulagi. „Við leggjum hart að okkur. Við vonum að við séum smám saman að ná saman en það eru enn stór mál sem þarf að útkljá,“ sagði Kerry. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Óvíst er að samkomulag náist í dag þegar lokafrestur í viðræðum um kjarnorkumál í Íran rennur út. Fundarhöld hafa staðið yfir í Vínarborg í Austurríki að undanförnu. Svo gæti farið að Íran og stórveldin sex sem eiga í viðræðunum muni gera með sér samkomulag um nýjan lokafrest. Mögulegt er að „almennt pólitískt samkomulag“ náist í Vín sem báðir samningsaðilar þurfa síðan að koma sér betur saman um. Viðræður um samkomulagið þyrftu að fara síðar fram með tilheyrandi undirskriftum, samkvæmt upplýsingum frá meðlim írönsku samninganefndarinnar. Í framhaldinu þyrftu samningaviðræður svo að halda enn frekar áfram um þau mál sem voru ekki í „almenna samkomulaginu“. Þeir fulltrúar sem hafa tekið þátt í samningaviðræðunum í Vín segja að töluvert beri á milli í viðræðum Bandaríkjanna og Írans um hversu mikið Íranar þurfi að draga úr kjarnorkustarfsemi sinni. Bandaríkjamenn óttast að Íranar hafi í hyggju að smíða kjarnorkuvopn en þeir segjast engan áhuga hafa á því. Þeir séu að nota kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi til að framleiða orku. Íranar vilja engu að síður semja við Bandaríkin til að binda enda á alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn þeim sem tengjast kjarnorkustarfseminni. „Markmið okkar hefur verið að loka fyrir þær mörgu leiðir sem Íranar geta farið til að eignast kjarnorkuvopn,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti. „Á sama tíma þurfum við að sjá til þess að dregið verði úr refsiaðgerðunum skref fyrir skref ef Íranar eru að gera það sem þeir eiga að gera. Ég held að Íranar vilji að refsiaðgerðirnar verði stöðvaðar þegar í stað en samt hafa einhverjar leiðir verið opnar á sama tíma og við getum ekki leyft það,“ sagði forsetinn í viðtali í þættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC. Stífar viðræður hafa staðið yfir í Vín á milli utanríkisráðherra Írans og fimm þjóða, Bandaríkjanna, Rússlands, Frakklands, Bretlands og Þýskalands. Utanríkisráðherra Kína var svo væntanlegur til borgarinnar í dag. Til að mynda hefur John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, margsinnis fundað með Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, í von um að ná samkomulagi. „Við leggjum hart að okkur. Við vonum að við séum smám saman að ná saman en það eru enn stór mál sem þarf að útkljá,“ sagði Kerry.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira