Fannfergi og frost vestra Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Snjórinn réðst þarna inn um dyr á íbúðarhúsi í bænum Cheektowaga í New York. fréttablaðið/AP Kuldar og fannfergi hafa herjað á Bandaríkjamenn síðustu daga. Þetta er óvenju snemma árs. Íbúar í vestanverðu New York-ríki hafa orðið einna verst úti, en mikil snjókoma hefur verið þar með tilheyrandi umferðarteppum. Íbúar í borginni Buffaló og nágrenni hennar vöknuðu upp við það á þriðjudagsmorgun að meira en 1,5 metra jafnföllnum snjó hafði kyngt niður. Í gær var reiknað með allt að 1,8 metrum í viðbót og í dag mega íbúarnir búast við 60 sentímetra snjó. Umferð stöðvaðist víða vegna fannfergisins, bifreiðar sátu fastar í snjókomunni og fólk komst ekki út úr húsum sínum þar sem snjórinn lokaði bæði dyrum og gluggum auk þess sem ófært var á götum. Þessar óvæntu vetrarhörkur urðu að minnsta kosti sjö manns að bana í New York, New Hampshire og Michigan. Þar á meðal fannst 46 ára gamall maður snemma í gærmorgun í bifreið sinni, sem var ofan í skurði og var komin á kaf í snjó. Fjórir létust af völdum hjartaáfalls þegar þeir voru að moka snjó, en einn varð undir bifreið sem hann var að reyna að losa úr snjónum.Hlass á þaki Ökumaðurinn lét eiga sig að skafa af þakinu, eftir að hafa mokað bílinn út úr snjóskafli í Lancaster.fréttablaðið/APÍ einu húsi létu bakdyrnar undan fannferginu þannig að herbergi fylltist af snjó. „Það urðu gríðarlegar drunur. Við hlupum öll þangað og héldum hreinlega að þakið á húsinu væri að hrynja,“ segir Chrissy Gritzke Hazard, sem var heima hjá sér ásamt eiginmanni sínum, fimm börnum og þremur vinum barnanna. „Við bjuggumst svo sannarlega ekki við því að dyrnar myndu láta undan, dyrakarmurinn og allt, inn í húsið.“ Næturfrost varð í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna í fyrrinótt, og mátti búast við því að slíkt hið sama myndi gerast næstu nætur. Sjaldgæft er að frost mælist í öllum ríkjunum fyrr en upp úr áramótum. Víða í Bandaríkjum urðu slys á fólki vegna hvassviðris og hálku á vegum. Loka þurfti skólum og tafir urðu á afgreiðslu hvers kyns mála í opinberum stofnunum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sjá meira
Kuldar og fannfergi hafa herjað á Bandaríkjamenn síðustu daga. Þetta er óvenju snemma árs. Íbúar í vestanverðu New York-ríki hafa orðið einna verst úti, en mikil snjókoma hefur verið þar með tilheyrandi umferðarteppum. Íbúar í borginni Buffaló og nágrenni hennar vöknuðu upp við það á þriðjudagsmorgun að meira en 1,5 metra jafnföllnum snjó hafði kyngt niður. Í gær var reiknað með allt að 1,8 metrum í viðbót og í dag mega íbúarnir búast við 60 sentímetra snjó. Umferð stöðvaðist víða vegna fannfergisins, bifreiðar sátu fastar í snjókomunni og fólk komst ekki út úr húsum sínum þar sem snjórinn lokaði bæði dyrum og gluggum auk þess sem ófært var á götum. Þessar óvæntu vetrarhörkur urðu að minnsta kosti sjö manns að bana í New York, New Hampshire og Michigan. Þar á meðal fannst 46 ára gamall maður snemma í gærmorgun í bifreið sinni, sem var ofan í skurði og var komin á kaf í snjó. Fjórir létust af völdum hjartaáfalls þegar þeir voru að moka snjó, en einn varð undir bifreið sem hann var að reyna að losa úr snjónum.Hlass á þaki Ökumaðurinn lét eiga sig að skafa af þakinu, eftir að hafa mokað bílinn út úr snjóskafli í Lancaster.fréttablaðið/APÍ einu húsi létu bakdyrnar undan fannferginu þannig að herbergi fylltist af snjó. „Það urðu gríðarlegar drunur. Við hlupum öll þangað og héldum hreinlega að þakið á húsinu væri að hrynja,“ segir Chrissy Gritzke Hazard, sem var heima hjá sér ásamt eiginmanni sínum, fimm börnum og þremur vinum barnanna. „Við bjuggumst svo sannarlega ekki við því að dyrnar myndu láta undan, dyrakarmurinn og allt, inn í húsið.“ Næturfrost varð í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna í fyrrinótt, og mátti búast við því að slíkt hið sama myndi gerast næstu nætur. Sjaldgæft er að frost mælist í öllum ríkjunum fyrr en upp úr áramótum. Víða í Bandaríkjum urðu slys á fólki vegna hvassviðris og hálku á vegum. Loka þurfti skólum og tafir urðu á afgreiðslu hvers kyns mála í opinberum stofnunum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sjá meira