Erlent

Íbúð árásarmanns lögð í rúst

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Íbúð á þriðju hæð í fjögurra hæða íbúðarhúsi var rústuð í gær.
Íbúð á þriðju hæð í fjögurra hæða íbúðarhúsi var rústuð í gær. fréttablaðið/AP
Heimili Palestínumannsins sem ók bifreið inn í hóp fólks á járnbrautarstöð í Jerúsalem í síðasta mánuði var lagt í rúst í gær.

Ísraelskir hermenn sprengdu upp allar innréttingar í íbúðinni, sem er á þriðju hæð í fjögurra hæða íbúðarhúsi. Töluverðar skemmdir urðu á öðrum íbúðum í húsinu og bifreið, sem lagt var fyrir framan húsið, eyðilagðist þegar steypuklumpar hrundu niður.

Ísraelskir ráðamenn skipuðu í gær hermönnum að eyðileggja íbúðir palestínskra árásarmanna, sem hafa orðið nokkrum hópi fólks að bana undanfarnar vikur.

Þessi skipun var gefin í framhaldi af árás á samkunduhús gyðinga í borginni á miðvikudaginn. Sú árás kostaði fimm manns lífið, en árásarmennirnir tveir féllu í skotbardaga við lögreglu strax á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×