Erlent

Vill láta skipta Úkraínu upp

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Í austurhluta landsins ráða uppreisnarmenn ríkjum.
Í austurhluta landsins ráða uppreisnarmenn ríkjum. fréttablaðið/AP
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, vill skipta Úkraínu með hraði á milli stjórnarinnar í Kænugarði og uppreisnarmanna í austurhlutanum, í von um að með því megi bjarga friðarsamkomulaginu sem gert var í haust.

Steinmeier hefur undanfarna daga verið á fundum til skiptis hjá stjórnvöldum í Moskvu og Kænugarði. Rússar hafa verið sakaðir um að brjóta friðarsamkomulagið með því að styðja uppreisnarmenn með því að senda þeim bæði hermenn og vopnabúnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×