Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 08:00 Búist er við að frumvarpið verði lagt fram í janúar 2015. Starfshópur sem gert var að útbúa frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni hefur skilað af sér drögum. Frumvarpið fer í formlegt umsagnarferli í vikunni. Í frumvarpinu kemur fram að markmiðið sé að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni, tryggja hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni verður óheimil. Þannig er óheimilt að bjóða, inna af hendi eða taka við peningagreiðslum eða annarri umbun í tengslum við staðgöngumæðrun. Auglýsingar eru óheimilar sem og milliganga um staðgöngumæðrun. Þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna.Dögg PálsdóttirSamkynhneigða karlar geta nýtt úrræðið „Við teljum að það verði að vera tilgangur svona löggjafar að sjá til þess að ferlið gangi til enda eins og til er stofnað eins oft og mögulegt er en án þess þó að gefa afslátt af því að réttur staðgöngumóðurinnar sé virtur og réttindi barnsins séu höfð að leiðarljósi,“ segir Dögg Pálsdóttir lögfræðingur og formaður starfshópsins. Staðgöngumóðir þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún þarf að vera á aldrinum 25 til 39 ára, eiga að baki minnst eina fæðingu barns og hafa andlega og líkamlega burði til að takast á við staðgöngumæðrun. Hinir væntanlegu foreldrar verða að vera á aldrinum 25 til 45 ára og mega ekki eiga barn undir tveggja ára aldri. Það skilyrði er einnig sett að hinir væntanlegu foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eignast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Þannig er opnað fyrir að samkynhneigðir karlmenn geti nýtt sér úrræðið, en þingsályktunartillagan sem varð kveikjan að frumvarpinu afmarkaði það við konur sem ekki gætu eignast börn. Hópurinn taldi sig ekki geta farið að þeim vilja Alþingis í ljósi jafnræðisreglu stjórnarskrár. Fleiri skilyrði eru sett í frumvarpinu. Þar á meðal að skylt sé að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru foreldrinu eftir því sem við á. Ef einhleypur einstaklingur vill nýta sér úrræðið verður hann því að geta notað eigin kynfrumu. Staðgöngumóðirin mun fara með forsjá barnsins þar til yfirfærsla á foreldrastöðu fer fram samkvæmt barnalögum.Björt ÓlafsdóttirStyður ekki frumvarpið Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og varaformaður velferðarnefndar, hyggst ekki greiða atkvæði með frumvarpinu. „Þetta lítur út fyrir að vera vel unnið en ég er bara ekki sammála grundvallarforsendum þarna. Við höfum aldrei rætt eða svarað spurningunni: Eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast börn? Hér er hoppað yfir þá umræðu og þetta er bara leitt í lög,“ segir Björt. Heimilt er samkvæmt frumvarpinu að endurgreiða staðgöngumóðurinni útlagðan kostnað sem er í beinum tengslum við glasafrjóvgun, meðgöngu og fæðingu barnsins. Brot gegn lögunum varða sektum að lágmarki 500 þúsund krónur eða fangelsi allt að þremur árum. Frumvarpið var kynnt í velferðarnefnd í gær en búist er við að það verði lagt fram á þingi í janúar 2015. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Starfshópur sem gert var að útbúa frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni hefur skilað af sér drögum. Frumvarpið fer í formlegt umsagnarferli í vikunni. Í frumvarpinu kemur fram að markmiðið sé að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni, tryggja hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni verður óheimil. Þannig er óheimilt að bjóða, inna af hendi eða taka við peningagreiðslum eða annarri umbun í tengslum við staðgöngumæðrun. Auglýsingar eru óheimilar sem og milliganga um staðgöngumæðrun. Þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna.Dögg PálsdóttirSamkynhneigða karlar geta nýtt úrræðið „Við teljum að það verði að vera tilgangur svona löggjafar að sjá til þess að ferlið gangi til enda eins og til er stofnað eins oft og mögulegt er en án þess þó að gefa afslátt af því að réttur staðgöngumóðurinnar sé virtur og réttindi barnsins séu höfð að leiðarljósi,“ segir Dögg Pálsdóttir lögfræðingur og formaður starfshópsins. Staðgöngumóðir þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún þarf að vera á aldrinum 25 til 39 ára, eiga að baki minnst eina fæðingu barns og hafa andlega og líkamlega burði til að takast á við staðgöngumæðrun. Hinir væntanlegu foreldrar verða að vera á aldrinum 25 til 45 ára og mega ekki eiga barn undir tveggja ára aldri. Það skilyrði er einnig sett að hinir væntanlegu foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eignast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Þannig er opnað fyrir að samkynhneigðir karlmenn geti nýtt sér úrræðið, en þingsályktunartillagan sem varð kveikjan að frumvarpinu afmarkaði það við konur sem ekki gætu eignast börn. Hópurinn taldi sig ekki geta farið að þeim vilja Alþingis í ljósi jafnræðisreglu stjórnarskrár. Fleiri skilyrði eru sett í frumvarpinu. Þar á meðal að skylt sé að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru foreldrinu eftir því sem við á. Ef einhleypur einstaklingur vill nýta sér úrræðið verður hann því að geta notað eigin kynfrumu. Staðgöngumóðirin mun fara með forsjá barnsins þar til yfirfærsla á foreldrastöðu fer fram samkvæmt barnalögum.Björt ÓlafsdóttirStyður ekki frumvarpið Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og varaformaður velferðarnefndar, hyggst ekki greiða atkvæði með frumvarpinu. „Þetta lítur út fyrir að vera vel unnið en ég er bara ekki sammála grundvallarforsendum þarna. Við höfum aldrei rætt eða svarað spurningunni: Eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast börn? Hér er hoppað yfir þá umræðu og þetta er bara leitt í lög,“ segir Björt. Heimilt er samkvæmt frumvarpinu að endurgreiða staðgöngumóðurinni útlagðan kostnað sem er í beinum tengslum við glasafrjóvgun, meðgöngu og fæðingu barnsins. Brot gegn lögunum varða sektum að lágmarki 500 þúsund krónur eða fangelsi allt að þremur árum. Frumvarpið var kynnt í velferðarnefnd í gær en búist er við að það verði lagt fram á þingi í janúar 2015.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira