Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 08:00 Búist er við að frumvarpið verði lagt fram í janúar 2015. Starfshópur sem gert var að útbúa frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni hefur skilað af sér drögum. Frumvarpið fer í formlegt umsagnarferli í vikunni. Í frumvarpinu kemur fram að markmiðið sé að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni, tryggja hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni verður óheimil. Þannig er óheimilt að bjóða, inna af hendi eða taka við peningagreiðslum eða annarri umbun í tengslum við staðgöngumæðrun. Auglýsingar eru óheimilar sem og milliganga um staðgöngumæðrun. Þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna.Dögg PálsdóttirSamkynhneigða karlar geta nýtt úrræðið „Við teljum að það verði að vera tilgangur svona löggjafar að sjá til þess að ferlið gangi til enda eins og til er stofnað eins oft og mögulegt er en án þess þó að gefa afslátt af því að réttur staðgöngumóðurinnar sé virtur og réttindi barnsins séu höfð að leiðarljósi,“ segir Dögg Pálsdóttir lögfræðingur og formaður starfshópsins. Staðgöngumóðir þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún þarf að vera á aldrinum 25 til 39 ára, eiga að baki minnst eina fæðingu barns og hafa andlega og líkamlega burði til að takast á við staðgöngumæðrun. Hinir væntanlegu foreldrar verða að vera á aldrinum 25 til 45 ára og mega ekki eiga barn undir tveggja ára aldri. Það skilyrði er einnig sett að hinir væntanlegu foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eignast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Þannig er opnað fyrir að samkynhneigðir karlmenn geti nýtt sér úrræðið, en þingsályktunartillagan sem varð kveikjan að frumvarpinu afmarkaði það við konur sem ekki gætu eignast börn. Hópurinn taldi sig ekki geta farið að þeim vilja Alþingis í ljósi jafnræðisreglu stjórnarskrár. Fleiri skilyrði eru sett í frumvarpinu. Þar á meðal að skylt sé að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru foreldrinu eftir því sem við á. Ef einhleypur einstaklingur vill nýta sér úrræðið verður hann því að geta notað eigin kynfrumu. Staðgöngumóðirin mun fara með forsjá barnsins þar til yfirfærsla á foreldrastöðu fer fram samkvæmt barnalögum.Björt ÓlafsdóttirStyður ekki frumvarpið Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og varaformaður velferðarnefndar, hyggst ekki greiða atkvæði með frumvarpinu. „Þetta lítur út fyrir að vera vel unnið en ég er bara ekki sammála grundvallarforsendum þarna. Við höfum aldrei rætt eða svarað spurningunni: Eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast börn? Hér er hoppað yfir þá umræðu og þetta er bara leitt í lög,“ segir Björt. Heimilt er samkvæmt frumvarpinu að endurgreiða staðgöngumóðurinni útlagðan kostnað sem er í beinum tengslum við glasafrjóvgun, meðgöngu og fæðingu barnsins. Brot gegn lögunum varða sektum að lágmarki 500 þúsund krónur eða fangelsi allt að þremur árum. Frumvarpið var kynnt í velferðarnefnd í gær en búist er við að það verði lagt fram á þingi í janúar 2015. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Starfshópur sem gert var að útbúa frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni hefur skilað af sér drögum. Frumvarpið fer í formlegt umsagnarferli í vikunni. Í frumvarpinu kemur fram að markmiðið sé að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni, tryggja hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni verður óheimil. Þannig er óheimilt að bjóða, inna af hendi eða taka við peningagreiðslum eða annarri umbun í tengslum við staðgöngumæðrun. Auglýsingar eru óheimilar sem og milliganga um staðgöngumæðrun. Þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna.Dögg PálsdóttirSamkynhneigða karlar geta nýtt úrræðið „Við teljum að það verði að vera tilgangur svona löggjafar að sjá til þess að ferlið gangi til enda eins og til er stofnað eins oft og mögulegt er en án þess þó að gefa afslátt af því að réttur staðgöngumóðurinnar sé virtur og réttindi barnsins séu höfð að leiðarljósi,“ segir Dögg Pálsdóttir lögfræðingur og formaður starfshópsins. Staðgöngumóðir þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún þarf að vera á aldrinum 25 til 39 ára, eiga að baki minnst eina fæðingu barns og hafa andlega og líkamlega burði til að takast á við staðgöngumæðrun. Hinir væntanlegu foreldrar verða að vera á aldrinum 25 til 45 ára og mega ekki eiga barn undir tveggja ára aldri. Það skilyrði er einnig sett að hinir væntanlegu foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eignast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Þannig er opnað fyrir að samkynhneigðir karlmenn geti nýtt sér úrræðið, en þingsályktunartillagan sem varð kveikjan að frumvarpinu afmarkaði það við konur sem ekki gætu eignast börn. Hópurinn taldi sig ekki geta farið að þeim vilja Alþingis í ljósi jafnræðisreglu stjórnarskrár. Fleiri skilyrði eru sett í frumvarpinu. Þar á meðal að skylt sé að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru foreldrinu eftir því sem við á. Ef einhleypur einstaklingur vill nýta sér úrræðið verður hann því að geta notað eigin kynfrumu. Staðgöngumóðirin mun fara með forsjá barnsins þar til yfirfærsla á foreldrastöðu fer fram samkvæmt barnalögum.Björt ÓlafsdóttirStyður ekki frumvarpið Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og varaformaður velferðarnefndar, hyggst ekki greiða atkvæði með frumvarpinu. „Þetta lítur út fyrir að vera vel unnið en ég er bara ekki sammála grundvallarforsendum þarna. Við höfum aldrei rætt eða svarað spurningunni: Eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast börn? Hér er hoppað yfir þá umræðu og þetta er bara leitt í lög,“ segir Björt. Heimilt er samkvæmt frumvarpinu að endurgreiða staðgöngumóðurinni útlagðan kostnað sem er í beinum tengslum við glasafrjóvgun, meðgöngu og fæðingu barnsins. Brot gegn lögunum varða sektum að lágmarki 500 þúsund krónur eða fangelsi allt að þremur árum. Frumvarpið var kynnt í velferðarnefnd í gær en búist er við að það verði lagt fram á þingi í janúar 2015.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira