Erlent

Missa rétt sinn á bíl og bílstjóra

Hið opinbera borgar ekki lengur fyrir bílstjóra ráðherrans fyrrverandi.
Hið opinbera borgar ekki lengur fyrir bílstjóra ráðherrans fyrrverandi. Fréttablaðið/AP
William Hague, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, og Andrew Lansley, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, eru á meðal þeirra háttsettu starfsmanna breska ríkisins sem hafa ekki lengur rétt á bíl og ökumanni í fullu starfi. Opinberum starfsmönnum sem njóta slíkra fríðinda var í vikunni fækkað úr 78 í 13.

The Telegraph segir þetta lið í áætlun Davids Cameron um að minnka útgjöld ríkissjóðs. Ekkert ráðuneyti fái fleiri en einn bíl og engum bílum verði ráðstafað til varnarmála- eða heilbrigðisráðuneytisins. Opinberir starfsmenn eru hvattir til að nota almenningssamgöngur.

Ráðherrum í ríkisstjórn Íslands er öllum séð fyrir bíl og bílstjóra. Greint var frá því á fimmtudag að gengið hefði verið frá kaupum á tveimur nýjum lúxusbílum fyrir utanríkis- og fjármálaráðherra og að nýr bíll yrði keyptur fyrir forsætisráðherra á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×