Ferðamenn í norðurljósaleit í stórhættu 13. október 2014 07:00 Fjöldi ferðamanna kemur á hverju ári til Íslands í þeim eina tilgangi að sjá norðurljós. Þeir geta skapað hættu á þjóðvegum þegar þeir standa á miðjum veginum og horfa til himins og gleyma stund og stað. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnir Íbúar í Bláskógabyggð telja að skipulagðar norðurljósaferðir skapi hættu á vegum innan sveitarfélagsins, einkum á Lyngdalsheiði og á vegum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.„Það sem skapar hættu er að hópferðabílar stoppa á miðjum veginum og hleypa farþegunum út. Fólk er svo að horfa á norðurljósin standandi á miðjum veginum eða í vegköntunum og uggir ekki að sér,“ segir Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar. Kristinn segir að sveitarfélagið ætli að ræða málin við ferðaþjónustufyrirtæki og Vegagerðina og gera þeim grein fyrir hættunni. Hann segir að það séu útskot á vegunum þar sem rútur eiga að geta stoppað en það geti verið að bílstjórar og fararstjórar viti ekki af útskotunum. Þá geti komið tímabil þar sem útskotin eru lokuð vegna snjóa og það þurfi að ræða við Vegagerðina. „Þegar er hálfskýjað eru bílstjórar að leita að norðurljósunum, það kannski opnast glufa og þau koma í ljós og þá er stoppað á punktinum og ferðamönnum hleypt út,“ segir Kristinn. Ekki sé langt síðan minnstu munaði að kona á bíl lenti á hópi ferðamanna sem stóðu á miðjum veginum og voru að horfa á norðurljósin. „Þetta fólk var ekkert að fylgjast með umferðinni, það stóð á miðjum veginum í svartamyrkri og horfði hugfangið á norðurljósin. Ökumanninum var hins vegar mjög brugðið,“ segir Kristinn.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum. „Þetta skapar stórhættu,“ segir hann. Kristján segir að mjög ákveðnar reglur gildi hjá Kynnisferðum hvað þetta varðar. „Þetta er bannað. Við skipuleggjum ferðir okkar þannig að það er stoppað á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem bílarnir komast út af veginum,“ segir hann. Talið er að um 100 þúsund manns hafi farið í skipulagðar norðurljósaferðir í fyrravetur, langflestir á suðvesturhorninu. Til að sjá norðurljósin er farið með ferðamenn á Reykjanesið, upp á Hellisheiði, á Þingvelli, upp í Hvalfjörð og Borgarfjörð. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Sveitarstjórnir Íbúar í Bláskógabyggð telja að skipulagðar norðurljósaferðir skapi hættu á vegum innan sveitarfélagsins, einkum á Lyngdalsheiði og á vegum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.„Það sem skapar hættu er að hópferðabílar stoppa á miðjum veginum og hleypa farþegunum út. Fólk er svo að horfa á norðurljósin standandi á miðjum veginum eða í vegköntunum og uggir ekki að sér,“ segir Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar. Kristinn segir að sveitarfélagið ætli að ræða málin við ferðaþjónustufyrirtæki og Vegagerðina og gera þeim grein fyrir hættunni. Hann segir að það séu útskot á vegunum þar sem rútur eiga að geta stoppað en það geti verið að bílstjórar og fararstjórar viti ekki af útskotunum. Þá geti komið tímabil þar sem útskotin eru lokuð vegna snjóa og það þurfi að ræða við Vegagerðina. „Þegar er hálfskýjað eru bílstjórar að leita að norðurljósunum, það kannski opnast glufa og þau koma í ljós og þá er stoppað á punktinum og ferðamönnum hleypt út,“ segir Kristinn. Ekki sé langt síðan minnstu munaði að kona á bíl lenti á hópi ferðamanna sem stóðu á miðjum veginum og voru að horfa á norðurljósin. „Þetta fólk var ekkert að fylgjast með umferðinni, það stóð á miðjum veginum í svartamyrkri og horfði hugfangið á norðurljósin. Ökumanninum var hins vegar mjög brugðið,“ segir Kristinn.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum. „Þetta skapar stórhættu,“ segir hann. Kristján segir að mjög ákveðnar reglur gildi hjá Kynnisferðum hvað þetta varðar. „Þetta er bannað. Við skipuleggjum ferðir okkar þannig að það er stoppað á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem bílarnir komast út af veginum,“ segir hann. Talið er að um 100 þúsund manns hafi farið í skipulagðar norðurljósaferðir í fyrravetur, langflestir á suðvesturhorninu. Til að sjá norðurljósin er farið með ferðamenn á Reykjanesið, upp á Hellisheiði, á Þingvelli, upp í Hvalfjörð og Borgarfjörð.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira