Innlent

Eygló á fund fjárlaganefndar vegna Háholts

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur boðað Eygló Harðardóttur, velferðarráðherra á fund vegna meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur boðað Eygló Harðardóttur, velferðarráðherra á fund vegna meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, hefur boðað Eygló Harðardóttur velferðarráðherra á fund fjárlaganefndar vegna meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði.

Fundurinn verður haldinn 22. október. Það var Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og meðlimur í fjárlaganefnd, sem krafðist þess að fundurinn yrði haldinn eftir að Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að velferðarráðuneytið hygðist gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára í óþökk Barnaverndarstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×