Grænlensk börn í hestaferð á Íslandi: „Þau nálgast dýrin á annan hátt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2014 07:00 Kát á Baki Grænlensku börnin fengu að heimsækja hesthús í Fjárborg. Þau koma til Íslands ósynd og læra sund á tveimur vikum. „Alveg ótrúlegt,“ segir Skúli Pálsson, gjaldkeri Kalak Vinafélags Grænlands og Íslands, sem býður börnunum til landsins. Fréttablaðið/Stefán Fólk Eftirvæntingin lá í loftinu í hesthúsi í Fjárborg þegar tuttugu og níu grænlensk börn sem stödd eru hér á landi fengu að sitja hest, mörg hver í fyrsta sinn. Hópurinn er staddur hér á landi í boði Kalak Vinafélags Íslands og Grænlands og var heimsóknin í hesthúsið einn af fjölmörgum viðburðum sem miðar að því að kynna þau fyrir öðru umhverfi en þau eiga að venjast og kenna þeim að synda. Mikil kátína var á meðal krakkana yfir reiðtúrnum og ekkert þeirra óttaðist að fara á bak. Bergljót Rist, eigandi Íslenska hestsins sem fylgdi krökkunum í ferðina, segir grænlensku hópana þá einu þar sem enginn er hræddur við hestana. „Ég hef aldrei upplifað neitt barn í þessum hópum sem hefur sýnt hræðslu. Það er svolítið merkilegt. Þau nálgast dýrin á annan hátt.“Enginn ótti Bergljót Rist leiddi hestana fyrir krakkana og var hver og einn settur á bak og teymdur í reiðtúr. Áður fengu þau að vita nafn hestsins. Ekki vottaði fyrir hræðslu í hópnum. Fréttablaðið/StefánHitta jafnaldra sína á Íslandi „Þetta er níundi hópurinn sem kemur,“ segir Skúli Pálsson, gjaldkeri Kalak, sem fór með í hestaferðina. Börnin koma til Íslands alveg ósynd. „En þau eru orðin synd þegar þau fara heim. Alveg ótrúlegt.“ Börnin dveljast hér í tvær vikur. Þau fara í sund tvisvar á dag og þess á milli sitja þau tíma í grunnskólanum í Kópavogi með jafnöldrum sínum. Grænlendingar eru þó ekki allir sammála um nauðsyn þess að senda börnin í sundskóla að sögn Skúla. „Þeir segja bara að detti fólk í sjóinn þá sé það dáið á tveimur til þremur mínútum. En maður hefur heyrt af krökkum sem hafa dottið í sjóinn og eru þremur til fjórum metrum frá landi og geta ekki kraflað sig í land.“ Skúli segir atlæti barnanna heima við virðast hafa batnað frá því að fyrsti hópurinn kom hingað til lands. „Þau eru lengra komin, betur klædd og líta betur út. Það er nánast eins og þau séu árinu eldri,“ útskýrir Skúli en börnin koma alltaf úr sjötta bekk og eru því ellefu ára gömul. Þau halda aftur heim til Grænlands næstkomandi miðvikudag.Hansigne SingertatFréttablaðið/StefánSkemmtilegast að fara í Tívolí og læra að synda Grænlensku krakkarnir Maratse Arqe og Hansigne Singertat, 11 ára, fengu bæði að sitja hest í fyrsta sinn í gær. En var það gaman? „Já,“ segja þau bæði og skælbrosa þrátt fyrir að vera örlítið feimin við íslenska blaðamanninn. „Það skemmtilegasta var að fara í Tívolí,“ segir Hansigne en Maratse þótti skemmtilegast að læra að synda. Krakkarnir segjast báðir kunna alveg að synda núna eftir dvölina þrátt fyrir að hafa verið ósynd við komuna hingað til lands. Þau eru gríðarlega ánægð með heimsóknina en hvorugt þeirra er ákveðið í að koma aftur til Íslands. „Kannski kem ég aftur,“ segir Maratse og Hansigne tekur í sama streng.Maratse ArqeFréttablaðið/StefánFréttablaðið/StefánFréttablaðið/StefánSkúli Pálsson, gjaldkeri Kalak Vinafélags Íslands og Grænlands, fór með börnunum í reiðtúrinn en að honum loknum söng hópurinn grænlenskt þjóðlag fyrir hestamennina. „Þetta eru rosalega kraftmiklir krakkar,“ sagði Skúli.Fréttablaðið/Stefán Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Fólk Eftirvæntingin lá í loftinu í hesthúsi í Fjárborg þegar tuttugu og níu grænlensk börn sem stödd eru hér á landi fengu að sitja hest, mörg hver í fyrsta sinn. Hópurinn er staddur hér á landi í boði Kalak Vinafélags Íslands og Grænlands og var heimsóknin í hesthúsið einn af fjölmörgum viðburðum sem miðar að því að kynna þau fyrir öðru umhverfi en þau eiga að venjast og kenna þeim að synda. Mikil kátína var á meðal krakkana yfir reiðtúrnum og ekkert þeirra óttaðist að fara á bak. Bergljót Rist, eigandi Íslenska hestsins sem fylgdi krökkunum í ferðina, segir grænlensku hópana þá einu þar sem enginn er hræddur við hestana. „Ég hef aldrei upplifað neitt barn í þessum hópum sem hefur sýnt hræðslu. Það er svolítið merkilegt. Þau nálgast dýrin á annan hátt.“Enginn ótti Bergljót Rist leiddi hestana fyrir krakkana og var hver og einn settur á bak og teymdur í reiðtúr. Áður fengu þau að vita nafn hestsins. Ekki vottaði fyrir hræðslu í hópnum. Fréttablaðið/StefánHitta jafnaldra sína á Íslandi „Þetta er níundi hópurinn sem kemur,“ segir Skúli Pálsson, gjaldkeri Kalak, sem fór með í hestaferðina. Börnin koma til Íslands alveg ósynd. „En þau eru orðin synd þegar þau fara heim. Alveg ótrúlegt.“ Börnin dveljast hér í tvær vikur. Þau fara í sund tvisvar á dag og þess á milli sitja þau tíma í grunnskólanum í Kópavogi með jafnöldrum sínum. Grænlendingar eru þó ekki allir sammála um nauðsyn þess að senda börnin í sundskóla að sögn Skúla. „Þeir segja bara að detti fólk í sjóinn þá sé það dáið á tveimur til þremur mínútum. En maður hefur heyrt af krökkum sem hafa dottið í sjóinn og eru þremur til fjórum metrum frá landi og geta ekki kraflað sig í land.“ Skúli segir atlæti barnanna heima við virðast hafa batnað frá því að fyrsti hópurinn kom hingað til lands. „Þau eru lengra komin, betur klædd og líta betur út. Það er nánast eins og þau séu árinu eldri,“ útskýrir Skúli en börnin koma alltaf úr sjötta bekk og eru því ellefu ára gömul. Þau halda aftur heim til Grænlands næstkomandi miðvikudag.Hansigne SingertatFréttablaðið/StefánSkemmtilegast að fara í Tívolí og læra að synda Grænlensku krakkarnir Maratse Arqe og Hansigne Singertat, 11 ára, fengu bæði að sitja hest í fyrsta sinn í gær. En var það gaman? „Já,“ segja þau bæði og skælbrosa þrátt fyrir að vera örlítið feimin við íslenska blaðamanninn. „Það skemmtilegasta var að fara í Tívolí,“ segir Hansigne en Maratse þótti skemmtilegast að læra að synda. Krakkarnir segjast báðir kunna alveg að synda núna eftir dvölina þrátt fyrir að hafa verið ósynd við komuna hingað til lands. Þau eru gríðarlega ánægð með heimsóknina en hvorugt þeirra er ákveðið í að koma aftur til Íslands. „Kannski kem ég aftur,“ segir Maratse og Hansigne tekur í sama streng.Maratse ArqeFréttablaðið/StefánFréttablaðið/StefánFréttablaðið/StefánSkúli Pálsson, gjaldkeri Kalak Vinafélags Íslands og Grænlands, fór með börnunum í reiðtúrinn en að honum loknum söng hópurinn grænlenskt þjóðlag fyrir hestamennina. „Þetta eru rosalega kraftmiklir krakkar,“ sagði Skúli.Fréttablaðið/Stefán
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira