Innlent

Eldri borgarar sáu hugljúfa mynd um grasreykjandi gamlingja á fylleríi

ingvar haraldsson skrifar
Eldri borgarar horfðu á opnunarkvikmynd RIFF í Kópavoginum í gær.
Eldri borgarar horfðu á opnunarkvikmynd RIFF í Kópavoginum í gær. vísir/ernir
Opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar RIFF var sýnd í félagsaðstöðu eldri borgara við Gjábakka í Kópavogi í gær.

„Þetta er liður í að færa kvikmyndir nær fólki sem að öðrum kosti hefði ekki jafn mikil tök á að fara í bíó,“ segir Valur Grettisson, upplýsingafulltrúi RIFF, um sýninguna.

„Þetta er hugljúf kvikmynd um tvo bandaríska eldri borgara sem reykja gras og fara á fyllerí í Reykjavík. Svo fara þeir gullna hringinn og reyna við stelpur,“ segir Valur.

RIFF hófst á fimmtudaginn og mun standa fram til 5. október. Yfir hundrað kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni.


Tengdar fréttir

Ása gusar yfir stjórnvöld

Það er leikstjórinn Ása Helga Hjörleifsdóttir sem mun halda hina árlegu hátíðargusu á frumsýningu á opnunarmynd RIFF í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×