Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 18. september 2014 10:45 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs, segist ekki sjá aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag. Vísir/stefán „Þetta mál hefur því miður verið í rembihnút allt of lengi. Það er afleitt fyrir alla. Ég sé ekki aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag, í samvinnu við lóðareigendur auðvitað. Mín skoðun er sú að borgin eigi að setja þá skilmála að bæði Veghúsastígur 1 og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um deilu Stefáns D. Guðjónssonar, fulltrúa eigenda Veghúsastígs 1, við Reykjavíkurborg. Eigendur hússins hafa ítrekað farið fram á að húsið verði rifið og segja það skapa slysahættu en Stefán segir húsið ónýtt eftir vatnsleka. Stefán gagnrýndi borgina harðlega í Fréttablaðinu þann 13. september síðastliðinn. Hjálmar segir gildandi deiliskipulag á horninu á Klapparstíg og Veghúsastíg vera frá 2004. Hann segir eigendurna hafa sótt um breytingu á deiliskipulaginu frá 2004 í þá veru að steinbærinn sem er á samliggjandi lóð, og í eigu sömu aðila, yrði rifinn og byggt 7 íbúða fjölbýlishús sem næði alveg upp að Veghúsastíg. Því var synjað í september 2010 en sú afgreiðsla var kærð af eigendunum og liggur kæran enn hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hann bætir við að vorið 2011 hafi meirihluti skipulagsráðs lagt fram bókun og stefnuyfirlýsingu þess efnis að ekki yrði hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og -lóða, sinntu þeir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar gætu orðið allt að 50.000 krónum á dag. Hjálmar segir eitt af þeim húsum sem tekin voru sem dæmi um niðurníðsluhús vera Veghúsastíg 1. „Það hús var byggt 1899 og er aldursfriðað. Gildandi deiliskipulag verndar það enn þann dag í dag. Yfirlýsingin um dagsektir varð til þess að eigendur settu gler í glugga og máluðu það. Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu.“ Að sögn Hjálmars mun borgin nú fá hlutlausan sérfræðing til að kanna ástand hússins. Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Þetta mál hefur því miður verið í rembihnút allt of lengi. Það er afleitt fyrir alla. Ég sé ekki aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag, í samvinnu við lóðareigendur auðvitað. Mín skoðun er sú að borgin eigi að setja þá skilmála að bæði Veghúsastígur 1 og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um deilu Stefáns D. Guðjónssonar, fulltrúa eigenda Veghúsastígs 1, við Reykjavíkurborg. Eigendur hússins hafa ítrekað farið fram á að húsið verði rifið og segja það skapa slysahættu en Stefán segir húsið ónýtt eftir vatnsleka. Stefán gagnrýndi borgina harðlega í Fréttablaðinu þann 13. september síðastliðinn. Hjálmar segir gildandi deiliskipulag á horninu á Klapparstíg og Veghúsastíg vera frá 2004. Hann segir eigendurna hafa sótt um breytingu á deiliskipulaginu frá 2004 í þá veru að steinbærinn sem er á samliggjandi lóð, og í eigu sömu aðila, yrði rifinn og byggt 7 íbúða fjölbýlishús sem næði alveg upp að Veghúsastíg. Því var synjað í september 2010 en sú afgreiðsla var kærð af eigendunum og liggur kæran enn hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hann bætir við að vorið 2011 hafi meirihluti skipulagsráðs lagt fram bókun og stefnuyfirlýsingu þess efnis að ekki yrði hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og -lóða, sinntu þeir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar gætu orðið allt að 50.000 krónum á dag. Hjálmar segir eitt af þeim húsum sem tekin voru sem dæmi um niðurníðsluhús vera Veghúsastíg 1. „Það hús var byggt 1899 og er aldursfriðað. Gildandi deiliskipulag verndar það enn þann dag í dag. Yfirlýsingin um dagsektir varð til þess að eigendur settu gler í glugga og máluðu það. Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu.“ Að sögn Hjálmars mun borgin nú fá hlutlausan sérfræðing til að kanna ástand hússins.
Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00