Innlent

Vilja ekki sameina Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið

Bjarki Ármannsson skrifar
Velferðarráðuneytið telur að ólík hlutverk stofnananna gætu valdið togstreitu.
Velferðarráðuneytið telur að ólík hlutverk stofnananna gætu valdið togstreitu. Vísir/Vilhelm
Velferðarráðuneytið telur ekki að nægur faglegur ávinningur náist af því að sameina Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið til að réttlæta slíka sameiningu. Ríkisendurskoðun ítrekaði í fyrradag hvatningu sína til ráðuneytisins um að endurskoða stofnanaskipan á sviði vinnumarkaðsmála.

Í skýrslu velferðarráðuneytisins frá því í gær segir að þótt mögulega náist hagræðing til lengri tíma litið með því að sameina stofnanirnar, fyrst og fremst með minni húsnæðiskostnaði, væri faglegur ávinningur af því lítill og því gætu fylgt ýmsir ókostir. Til að mynda kunni að skapast togstreita vegna ólíkra hlutverka stofnananna tveggja.

Hlutverk Vinnueftirlitsins er fyrst og fremst að tryggja öryggi á vinnustöðum en Vinnumálastofnun hefur það verkefni að halda utan um atvinnuástand og laus störf.

Í greinargerð velferðarráðuneytisins kemur fram að áformað er að sameina í hagræðingarskyni þjónustumiðstöðvar Tryggingamiðstöðvar ríkisins og Vinnumálastofnunar um land allt. Fleiri möguleikar til hagræðingar verði skoðaðir af starfshópi sem skila mun tillögum þess efnis í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×