Sýnist ég verða á Skype fram í nóvember Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. september 2014 06:00 Kjartan reynir fyrir sér í Danmörku. vísir/daníel „Ég var búinn að ganga frá þessu á föstudag en spilaði síðasta leikinn með KR gegn Stjörnunni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem er orðinn leikmaður danska B-deildarliðsins Horsens en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kjartan á reyndar eftir að gangast undir læknisskoðun og tjáði Fréttablaðinu að hann væri ekki viss um að hann þyrfti að fara í hana. Hann skoðaði málið vel áður en hann samdi og talaði meðal annars við marga í Danmörku um Horsens. „Eftir að hafa kynnt mér félagið og danska boltann vel þá var aldrei spurning um að stökkva á þetta tilboð. Þetta er eitt af þremur stærstu liðum deildarinnar og Horsens á að vera í úrvalsdeild. Þetta er nýr völlur og frábærar aðstæður hérna,“ segir framherjinn sem á að rífa upp markaskorun liðsins en það hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum deildarinnar. „Þá vantaði mann í teiginn til að klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði við Óla Kristjáns og fleiri og ég hef greinilega fengið ágætis meðmæli. Þjálfarinn hefur trú á mér og sannfærði mig.“ Mörgum finnst skrítið að Kjartan skuli fara í dönsku B-deildina en hvað finnst honum? „Danska úrvalsdeildin er sú besta á Norðurlöndunum. Hér vilja liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki farið í hvaða lið sem er í þessari deild en þetta er klúbbur sem talað er vel um og spilar fínan bolta,“ segir Kjartan en hann var til í nýja áskorun. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu Pepsi-deildar umhverfi og þurfti breytingu. Ég var alvarlega meiddur og munaði engu að ferlinum lyki snemma hjá mér. Ég hef unnið vel í mínum málum og gott að komast aftur út orðinn 28 ára. Ég hef séð stráka eins og Guðjón Baldvins og fleiri sem hafa unnið sig upp úr neðrideildarboltanum. Ef maður stendur sig vel þá er þetta frábær gluggi.“ Kjartan er umdeildur leikmaður og hefur fengið að heyra það úr stúkunni. Það truflar hann ekkert en hann segir það hafa truflað fjölskylduna. „Ég fæ að svara fyrir mig inni á vellinum en umræðan var oft einhliða um mig. Ég er samt ekki að flýja land út af umræðunni. Þetta var bara frábært tækifæri sem ég stökk á.“ Kjartan mætir á sína fyrstu æfingu með Horsens í dag en hann verður án fjölskyldunnar næstu mánuði. „Það var erfitt að kveðja því ég á konu og fjögurra ára stelpu á skemmtilegum aldri heima. Það verður Skype fram í nóvember sýnist mér,“ segir Kjartan Henry Finnbogason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
„Ég var búinn að ganga frá þessu á föstudag en spilaði síðasta leikinn með KR gegn Stjörnunni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem er orðinn leikmaður danska B-deildarliðsins Horsens en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kjartan á reyndar eftir að gangast undir læknisskoðun og tjáði Fréttablaðinu að hann væri ekki viss um að hann þyrfti að fara í hana. Hann skoðaði málið vel áður en hann samdi og talaði meðal annars við marga í Danmörku um Horsens. „Eftir að hafa kynnt mér félagið og danska boltann vel þá var aldrei spurning um að stökkva á þetta tilboð. Þetta er eitt af þremur stærstu liðum deildarinnar og Horsens á að vera í úrvalsdeild. Þetta er nýr völlur og frábærar aðstæður hérna,“ segir framherjinn sem á að rífa upp markaskorun liðsins en það hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum deildarinnar. „Þá vantaði mann í teiginn til að klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði við Óla Kristjáns og fleiri og ég hef greinilega fengið ágætis meðmæli. Þjálfarinn hefur trú á mér og sannfærði mig.“ Mörgum finnst skrítið að Kjartan skuli fara í dönsku B-deildina en hvað finnst honum? „Danska úrvalsdeildin er sú besta á Norðurlöndunum. Hér vilja liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki farið í hvaða lið sem er í þessari deild en þetta er klúbbur sem talað er vel um og spilar fínan bolta,“ segir Kjartan en hann var til í nýja áskorun. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu Pepsi-deildar umhverfi og þurfti breytingu. Ég var alvarlega meiddur og munaði engu að ferlinum lyki snemma hjá mér. Ég hef unnið vel í mínum málum og gott að komast aftur út orðinn 28 ára. Ég hef séð stráka eins og Guðjón Baldvins og fleiri sem hafa unnið sig upp úr neðrideildarboltanum. Ef maður stendur sig vel þá er þetta frábær gluggi.“ Kjartan er umdeildur leikmaður og hefur fengið að heyra það úr stúkunni. Það truflar hann ekkert en hann segir það hafa truflað fjölskylduna. „Ég fæ að svara fyrir mig inni á vellinum en umræðan var oft einhliða um mig. Ég er samt ekki að flýja land út af umræðunni. Þetta var bara frábært tækifæri sem ég stökk á.“ Kjartan mætir á sína fyrstu æfingu með Horsens í dag en hann verður án fjölskyldunnar næstu mánuði. „Það var erfitt að kveðja því ég á konu og fjögurra ára stelpu á skemmtilegum aldri heima. Það verður Skype fram í nóvember sýnist mér,“ segir Kjartan Henry Finnbogason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira