Erlent

Obama heitir milljörðum til Afríku

ingvar haraldsson skrifar
Barack Obama, bandaríkjaforseti.
Barack Obama, bandaríkjaforseti. vísir/ap
Barack Obama Bandaríkjaforseti fundar nú með leiðtogum yfir fjörutíu Afríkuríkja í Washington.

Í gær gaf Obama út að bandarísk fyrirtæki hefðu heitið því að fjárfesta 14 milljarða Bandaríkjadala í uppbyggingu afrískra innviða.

Samkvæmt frétt BBC er fundurinn liður í að efla samskipti Bandaríkjanna og Afríkuríkja. Talið er að Obama vilji keppa við Kínverja um áhrif í Afríku en Kínverjar hafa veitt mikið fé til fjárfestinga í Afríku undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×