Erlent

Morðingjar sættu dauðarefsingu

Snærós Sindradóttir skrifar
Skapadægur Morðingjarnir dæmdu voru bundnir við staur og þeim byrgð sýn á meðan þeir biðu þess að mæta örlögum sínum.
Skapadægur Morðingjarnir dæmdu voru bundnir við staur og þeim byrgð sýn á meðan þeir biðu þess að mæta örlögum sínum. Vísir/AFP
Tveir menn biðu aftöku í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í gær. Mennirnir voru bundnir við staura og látnir bíða á meðan aftökusveit vopnuð skotvopnum stillti sér upp.

Mennirnir tveir voru grunaðir um að vera meðlimir herskáu samtakanna al-Shabab sem eru hluti af hryðjuverkasamtökunum al-Kaída. Þeir voru dæmdir til dauða fyrir að myrða stúlku í apríl síðastliðnum og fór aftakan fram samdægurs. Álengdar stóðu ættingjar stúlkunnar og fylgdust með að refsingunni væri framfylgt.

Sómalía er eitt fimm landa í Afríku þar sem dauðarefsing er lögleg. Samkvæmt Amnesty International voru fimmtán líflátnir þar árið 2013. Sómalía er í tólfta sæti á lista þeirra þjóða sem beita oftast dauðarefsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×