Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 10:00 Maradona komst ekkert áfram í úrslitaleiknum 1990. Hvað gerir Messi gegn Þjóðverjum á morgun? fréttablaðið/getty Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands var endurtekning á úrslitaleiknum fjórum árum áður. Þá vann Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu fram hefndum gegn Maradona og félögum með 1-0 sigri á Ólympíuleikvanginum í Róm. Eina mark leiksins skoraði Andreas Brehme úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti í keppninni en hann var sögulegur að mörgu leyti. Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM voru leikmenn reknir af velli. Argentínumaðurinn Pedro Monzon fékk þann heiður að verða sá fyrsti sem fékk rautt í úrslitum HM er hann negldi Jürgen Klinsmann, núverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, niður. Landi hans, Gustavo Dezotti, fór sömu leið er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir skrautlega tæklingu á Jürgen Kohler. Argentínumenn lögðust í skotgrafirnar í þessum leik enda með fjóra byrjunarliðsmenn í banni og aðra meidda. Maradona var í strangri gæslu allan leikinn og komst ekkert áfram. Argentínumenn ætluðu sér í vítakeppni og áttu aðeins eitt skot að marki allan leikinn á meðan Þjóðverjar lúðruðu sextán sinnum á rammann. Það eru talsverð líkindi á milli liðanna í dag og fyrir 24 árum síðan. Argentína er með einn yfirburðamann sem bjargar þeim er á þarf að halda og liðið hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leik rétt eins og árið 1990. Í marki Argentínu er líka óþekktur vítabani sem hefur stigið upp líkt og Sergio Goycochea gerði á Ítalíu fyrir 24 árum. Þýskaland er aftur á móti sterk liðsheild þar sem enginn einn leikmaður skarar fram úr. Liðið er vél og við þessa þýsku vél réði Argentína ekki fyrir 24 árum. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Úrslitaleikur HM árið 1990 á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands var endurtekning á úrslitaleiknum fjórum árum áður. Þá vann Argentína 3-2 en Þjóðverjar náðu fram hefndum gegn Maradona og félögum með 1-0 sigri á Ólympíuleikvanginum í Róm. Eina mark leiksins skoraði Andreas Brehme úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti í keppninni en hann var sögulegur að mörgu leyti. Í fyrsta skipti í úrslitaleik HM voru leikmenn reknir af velli. Argentínumaðurinn Pedro Monzon fékk þann heiður að verða sá fyrsti sem fékk rautt í úrslitum HM er hann negldi Jürgen Klinsmann, núverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, niður. Landi hans, Gustavo Dezotti, fór sömu leið er hann fékk sitt annað gula spjald fyrir skrautlega tæklingu á Jürgen Kohler. Argentínumenn lögðust í skotgrafirnar í þessum leik enda með fjóra byrjunarliðsmenn í banni og aðra meidda. Maradona var í strangri gæslu allan leikinn og komst ekkert áfram. Argentínumenn ætluðu sér í vítakeppni og áttu aðeins eitt skot að marki allan leikinn á meðan Þjóðverjar lúðruðu sextán sinnum á rammann. Það eru talsverð líkindi á milli liðanna í dag og fyrir 24 árum síðan. Argentína er með einn yfirburðamann sem bjargar þeim er á þarf að halda og liðið hefur verið gagnrýnt fyrir leiðinlegan leik rétt eins og árið 1990. Í marki Argentínu er líka óþekktur vítabani sem hefur stigið upp líkt og Sergio Goycochea gerði á Ítalíu fyrir 24 árum. Þýskaland er aftur á móti sterk liðsheild þar sem enginn einn leikmaður skarar fram úr. Liðið er vél og við þessa þýsku vél réði Argentína ekki fyrir 24 árum.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00