Háskólagráðan kostar milljónir króna Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 12. júlí 2014 12:00 Það kostar sitt að verða sér úti um háskólagráðu. Fréttablaðið/Valli Samanlagður kostnaður einstaklings og ríkis við fyrstu háskólagráðu við Háskóla Íslands er á bilinu 6 til 20 milljónir, eftir eðli og lengd náms. Í vor sóttu um fimm þúsund manns um að hefja grunnnám á einhverju af fimm fræðasviðum skólans. Ríkið greiðir framlög með hverjum nemanda við Háskóla Íslands. Framlögin eru mjög mishá eftir því í hvaða deild menn stunda nám. Í félags- og mannvísindadeild var framlagið 554 þúsund krónur á nemanda á síðasta skólaári en í tannlæknadeild var framlagið 2,55 milljónir króna á hvern nemanda. Kostnaður ríkisins vegna einstaklings sem er þrjú ár að ljúka BA-gráðu frá félagsvísindadeild er því um tæpar 1.700 þúsund krónur. Margir taka námslán og fullt námslán á ári fyrir einstakling sem býr ekki í foreldrahúsum er um 1.400 þúsund á ári, eða 4,2 milljónir á þremur árum. Samanlagður kostnaður einstaklings við gráðuna er því tæpar sex milljónir króna. Ef viðkomandi hefði verið í vinnu þennan tíma og verið með 3,6 milljónir í laun á ári hefði hann þénað um 10,8 milljónir. Kostnaður ríkisins er mun meiri á hvern nemanda í heilbrigðisvísindum. Kostnaður hins opinbera vegna hvers nema í grunnnámi í hjúkrunarfræði er rúm milljón á ári eða á fimmtu milljón á námstímanum sem er fjögur ár. Taki hjúkrunarfræðineminn námslán í fjögur ár skuldar hann á sjöttu milljón króna í námslán. Samanlagður kostnaður einstaklings og samfélags vegna grunnnáms í hjúkrunarfræði er því á bilinu 9 til 10 milljónir og þá er ekki tekið tillit til tekjutaps viðkomandi á meðan hann er í námi. Dýrasta námið við HÍ er tannlæknanámið. Það tekur sex ár að verða tannlæknir og kostnaður ríkisins nemur rúmum 15 milljónum króna. Taki menn námslán helming námstímans bætast við um fjórar milljónir króna. Að verða tannlæknir gæti því auðveldlega kostað einstaklinginn og samfélagið 19 til 20 milljónir króna. BHM gerði könnun meðal félagsmanna síðastliðið vor þar sem spurt var um námslán. Af þeim félagsmönnum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 87 prósent hafa tekið námslán. Af þeim hópi sögðust 27 prósent skulda meira en sex milljónir. Þriðjungur aðspurðra sagðist finna verulega fyrir að endurgreiða lánin og 1,5 prósent sögðust ekki ráða við endurgreiðslur af lánunum. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Samanlagður kostnaður einstaklings og ríkis við fyrstu háskólagráðu við Háskóla Íslands er á bilinu 6 til 20 milljónir, eftir eðli og lengd náms. Í vor sóttu um fimm þúsund manns um að hefja grunnnám á einhverju af fimm fræðasviðum skólans. Ríkið greiðir framlög með hverjum nemanda við Háskóla Íslands. Framlögin eru mjög mishá eftir því í hvaða deild menn stunda nám. Í félags- og mannvísindadeild var framlagið 554 þúsund krónur á nemanda á síðasta skólaári en í tannlæknadeild var framlagið 2,55 milljónir króna á hvern nemanda. Kostnaður ríkisins vegna einstaklings sem er þrjú ár að ljúka BA-gráðu frá félagsvísindadeild er því um tæpar 1.700 þúsund krónur. Margir taka námslán og fullt námslán á ári fyrir einstakling sem býr ekki í foreldrahúsum er um 1.400 þúsund á ári, eða 4,2 milljónir á þremur árum. Samanlagður kostnaður einstaklings við gráðuna er því tæpar sex milljónir króna. Ef viðkomandi hefði verið í vinnu þennan tíma og verið með 3,6 milljónir í laun á ári hefði hann þénað um 10,8 milljónir. Kostnaður ríkisins er mun meiri á hvern nemanda í heilbrigðisvísindum. Kostnaður hins opinbera vegna hvers nema í grunnnámi í hjúkrunarfræði er rúm milljón á ári eða á fimmtu milljón á námstímanum sem er fjögur ár. Taki hjúkrunarfræðineminn námslán í fjögur ár skuldar hann á sjöttu milljón króna í námslán. Samanlagður kostnaður einstaklings og samfélags vegna grunnnáms í hjúkrunarfræði er því á bilinu 9 til 10 milljónir og þá er ekki tekið tillit til tekjutaps viðkomandi á meðan hann er í námi. Dýrasta námið við HÍ er tannlæknanámið. Það tekur sex ár að verða tannlæknir og kostnaður ríkisins nemur rúmum 15 milljónum króna. Taki menn námslán helming námstímans bætast við um fjórar milljónir króna. Að verða tannlæknir gæti því auðveldlega kostað einstaklinginn og samfélagið 19 til 20 milljónir króna. BHM gerði könnun meðal félagsmanna síðastliðið vor þar sem spurt var um námslán. Af þeim félagsmönnum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 87 prósent hafa tekið námslán. Af þeim hópi sögðust 27 prósent skulda meira en sex milljónir. Þriðjungur aðspurðra sagðist finna verulega fyrir að endurgreiða lánin og 1,5 prósent sögðust ekki ráða við endurgreiðslur af lánunum.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira