Erlent

Innrás á Gaza ekki útilokuð

Ísraelskt flugskeyti springur í bænum Rafah á Gaza.
Ísraelskt flugskeyti springur í bænum Rafah á Gaza. fréttablaðið/ap
Ísraelsher gerði loftárás á yfir hundrað skotmörk á Gaza í gær þar sem að minnsta kosti fimmtán létust, þar af þrjú börn.

Fulltrúar ísraelska hersins útiloka ekki innrás á Gaza en herinn hefur fengið leyfi til að kalla út fjörutíu þúsunda manna varalið.

Ísraelsher segist ekki ætla að láta staðar numið fyrr en Hamas-liðar hætta að skjóta flugskeytum yfir landamærin til Ísraels en 130 slíkum var skotið í gær. Átökin eru þau hörðustu frá því í nóvember 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×