Kirkjumálasjóður greiðir 11 milljóna króna skuld við smið Þorláksbúðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Yfirsmiðurinn við Þorláksbúð vann og lagði út fyrir efni en fékk ekki greitt frá Þorláksbúðarfélaginu sem réð hann til verksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við vorum bara alveg lens – við gátum ekkert gert,“ segir Árni Johnsen, einn forsvarsmanna Þorláksbúðarfélagsins sem nú hefur fengið um 10,3 milljónir króna að láni og eina milljón í styrk frá Kirkjuráði til að gera upp við smið Þorláksbúðar. Félag áhugafólks um uppbyggingu Þorláksbúðar í Skálholti skuldaði yfirsmið verkefnisins, Gunnari Bjarnasyni, um 11,3 milljónir króna fyrir vinnu og efni. „Þetta var mikill áfangi að ná þessu. Að gera upp við Gunnar. Það var aðalskuldin,“ segir Árni Johnsen sem kveður upphaflega kostnaðaráætlun hafa veri 38 milljónir króna. Endanlegur kostnaður verði hins vegar um 30 milljónir. Með peningunum úr Kirkjumálasjóði sé nánast allt verkefnið uppgreitt.Árni Johnsen er einn forsvarsmanna Félags áhugafólks um uppbyggingu Þorláksbúðar.Fréttablaðið/VIlhelmGert ráð fyrir endurgreiðslu Áætlanir um fjármögnun Þorláksbúðar fóru út um þúfur eftir harða gagnrýni á sögulegar forsendur smíðinnar og staðsetningu búðarinnar nærri Skálholtskirkju. „Fólk vildi ekki hafa húsið á þessum stað. Þorláksbúðarmenn segja það hafa gert að verkum að þeir sem voru búnir að lofa að leggja í verkefnið fjármuni kipptu að sér höndum,“ segir Ragnhildur Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Kirkjan hefur að sögn Ragnhildar ekki lagt fé áður til Þorláksbúðar. Áðurnefnt 10,3 milljóna króna lán á Þorláksbúðarfélagið að endurgreiða með vöxtum á fimm árum. „Það er gert ráð fyrir að þeir muni standa skil á því,“ segir Ragnhildur sem kveðst telja að úr rætist hjá félaginu þegar neikvæð umræða um verkefnið dofni. „Fólk er bjartsýnt á að hægt verði að finna einhverja til að leggja peninga í verkefnið og seinna meir er hugsanlega hægt að leita til ríkisins með einhverja styrki.“Ragnhildur Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Fréttablaðið/VilhelmPúkar á fjósbitanum Árni segist vona að málið sé allt komið í góðan farveg nú þegar kirkjan sé „með í dæminu“ og vinni með Þorláksbúðarfélaginu. Róðurinn hafi þó vissulega verið þungur. „Þegar verið er að ráðast á menn sem eru að vinna svona áhugastarf og uppbyggingarstarf þá geta þeir ekkert hreyft sig á meðan fjóspúkarnir eru á bitanum. En það eru alltaf möguleikar og við tökum þetta í rólegheitunum,“ segir Árni. Að sögn Árna hefur Þorláksbúð reynst „algjör gullmoli“ og Ragnhildur segir mannvirkið mikla listasmíð sem hafi mikið aðdráttarafl. „Ef maður dvelur dagpart í Skálholti sér maður að flestir útlendingur sem þar koma skoða Þorláksbúð.“ Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
„Við vorum bara alveg lens – við gátum ekkert gert,“ segir Árni Johnsen, einn forsvarsmanna Þorláksbúðarfélagsins sem nú hefur fengið um 10,3 milljónir króna að láni og eina milljón í styrk frá Kirkjuráði til að gera upp við smið Þorláksbúðar. Félag áhugafólks um uppbyggingu Þorláksbúðar í Skálholti skuldaði yfirsmið verkefnisins, Gunnari Bjarnasyni, um 11,3 milljónir króna fyrir vinnu og efni. „Þetta var mikill áfangi að ná þessu. Að gera upp við Gunnar. Það var aðalskuldin,“ segir Árni Johnsen sem kveður upphaflega kostnaðaráætlun hafa veri 38 milljónir króna. Endanlegur kostnaður verði hins vegar um 30 milljónir. Með peningunum úr Kirkjumálasjóði sé nánast allt verkefnið uppgreitt.Árni Johnsen er einn forsvarsmanna Félags áhugafólks um uppbyggingu Þorláksbúðar.Fréttablaðið/VIlhelmGert ráð fyrir endurgreiðslu Áætlanir um fjármögnun Þorláksbúðar fóru út um þúfur eftir harða gagnrýni á sögulegar forsendur smíðinnar og staðsetningu búðarinnar nærri Skálholtskirkju. „Fólk vildi ekki hafa húsið á þessum stað. Þorláksbúðarmenn segja það hafa gert að verkum að þeir sem voru búnir að lofa að leggja í verkefnið fjármuni kipptu að sér höndum,“ segir Ragnhildur Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Kirkjan hefur að sögn Ragnhildar ekki lagt fé áður til Þorláksbúðar. Áðurnefnt 10,3 milljóna króna lán á Þorláksbúðarfélagið að endurgreiða með vöxtum á fimm árum. „Það er gert ráð fyrir að þeir muni standa skil á því,“ segir Ragnhildur sem kveðst telja að úr rætist hjá félaginu þegar neikvæð umræða um verkefnið dofni. „Fólk er bjartsýnt á að hægt verði að finna einhverja til að leggja peninga í verkefnið og seinna meir er hugsanlega hægt að leita til ríkisins með einhverja styrki.“Ragnhildur Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Fréttablaðið/VilhelmPúkar á fjósbitanum Árni segist vona að málið sé allt komið í góðan farveg nú þegar kirkjan sé „með í dæminu“ og vinni með Þorláksbúðarfélaginu. Róðurinn hafi þó vissulega verið þungur. „Þegar verið er að ráðast á menn sem eru að vinna svona áhugastarf og uppbyggingarstarf þá geta þeir ekkert hreyft sig á meðan fjóspúkarnir eru á bitanum. En það eru alltaf möguleikar og við tökum þetta í rólegheitunum,“ segir Árni. Að sögn Árna hefur Þorláksbúð reynst „algjör gullmoli“ og Ragnhildur segir mannvirkið mikla listasmíð sem hafi mikið aðdráttarafl. „Ef maður dvelur dagpart í Skálholti sér maður að flestir útlendingur sem þar koma skoða Þorláksbúð.“
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira