Innlent

Geitungabú í nærmynd: Minna að gera í geitungaeitruninni í ár

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ekki bara meindýraeyðir Jón Halldórsson er ekki einvörðungu meindýraeyðir heldur líffræðingur að mennt. Hann sinnir alhliða meindýraeyðingu og hefur gert það síðustu 12 ár.
Ekki bara meindýraeyðir Jón Halldórsson er ekki einvörðungu meindýraeyðir heldur líffræðingur að mennt. Hann sinnir alhliða meindýraeyðingu og hefur gert það síðustu 12 ár. Fréttablaðið/Valli
„Þetta er eitthvað minna en venjulega,“ segir Jón Halldórsson, meindýraeyðir og líffræðingur, um fjölda geitunga í sumar.

Jón segir að það sé minna að gera í geitungaeitrun í ár en þó sé ekki hægt að kveða á um það með skýrum hætti fyrr en eftir júlí hvernig stofninum reiðir af. „Hann hefur átt svolítið erfitt núna og undanfarin ár.“

Jón segist eitra fyrir eitt til tvö bú á dag núna. Margar ástæður geta verið fyrir fækkun geitunga.

„Það er helst tíðarfar en í fyrra var það mjög lélegt. Það hefur laskað stofninn og aukið afföll hjá geitungum sem koma fram í maí.“

Stofninn gæti mögulega verið í lægð eftir afföll síðustu ára.

„En það eru margir óvissuþættir. Þetta er nú ekki vísindalegt mat hjá mér heldur byggt á reynslu.“

Jón Halldórssonvísir/valli
.

.

.

.

.

.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×