Erlent

Smábærinn Pilger er rústir einar eftir hvirfilbylji

Ingvar Haraldsson skrifar
Prestur í bænum Pilger í Nebraska gengur fram hjá altari kirkju bæjarins sem er rústir einar eftir hvirfilbylji sem riðu yfir bæinn.
Prestur í bænum Pilger í Nebraska gengur fram hjá altari kirkju bæjarins sem er rústir einar eftir hvirfilbylji sem riðu yfir bæinn. vísir/ap
Smábærinn Pilger í Nebraska í Bandaríkjunum er rústir einar eftir að tveir öflugir hvirfilbyljir riðu yfir bæinn á mánudaginn.

Þar að auki eru tveir látnir og minnst nítján særðir í þessum 350 manna bæ.

Trey Wisniewski, íbúi í Pilger, segir ótrúlegt að svo fáir hafi farist en yfir 75 prósent af byggingum í bænum eru skemmd eða ónýt eftir hvirfilbyljina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×