Erlent

Albanía orðin umsóknarríki

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir umbótaviðleitni Albaníu hafa skilað árangri.
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir umbótaviðleitni Albaníu hafa skilað árangri. Vísir/AFP
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að veita Albaníu stöðu umsóknarríkis. Albanía hefur þar með þokast nær mögulegri aðild að Evrópusambandinu.

Þetta er í fjórða sinn frá árinu 2009 sem Albanía óskar eftir því að verða umsóknarríki.

Stefan Füle, stækkunarstjóri framkvæmdastjórnar ESB, segir að ákvörðunin sýni að umbótaviðleitni Albaníu hafi borið einhvern árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×