Erlent

Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu

Ingvar Haraldsson skrifar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands lagði blómvönd á gröf hins óþekkta hermanns er Rússar minntust innrásar þýska hersins í Rússland.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands lagði blómvönd á gröf hins óþekkta hermanns er Rússar minntust innrásar þýska hersins í Rússland. Vísir/ap
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir mikilvægt væri að stríðandi fylkingar í Úkraínu sættust og friður kæmist á. Pútín lét ummælin falla er Rússar minntust þess að 73 ár eru liðin frá því að Þjóðverjar réðust inn í Rússland í seinni heimsstyrjöldinni.

Ummælin koma í kjölfar þess að Petró Porosjenkó forseti Úkraínu lýsti einhliða yfir vopnahléi í Austur-Úkraínu um helgina. Uppreisnarmenn eru þó ekki taldir líklegir að leggja niður vopn ef marka má heimildir The Guardian.

Yfir 300 manns hafa fallið í átökum síðustu vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×