Erlent

Athvörf fyrir yfirgefin börn

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Foreldrar sem telja sig ekki geta séð fyrir börnum sínum geta nú skilið þau eftir í sérstökum athvörfum.
Foreldrar sem telja sig ekki geta séð fyrir börnum sínum geta nú skilið þau eftir í sérstökum athvörfum. Vísir/AFP
Tugir þúsunda kínverskra barna eru yfirgefnir á hverju ári, samkvæmt upplýsingum kínverskra yfirvalda. Foreldrarnir telja sig ekki geta annast börn sín.

Frá árinu 2011 hefur í mörgum kínverskum stórborgum verið komið upp athvarfi í tilraunaskyni þar sem foreldrar geta skilið barn sitt eftir og horfið sporlaust áður en starfsmenn koma til þess að annast barnið. Kínversk yfirvöld vilja að slíku kerfi verði komið á um allt landið.

Á vef Kristilega dagblaðsins segir að menn efist um hvort rétt sé að auðvelda foreldrum að losa sig við börnin sín, ekki síst eftir að loka þurfti athvarfi í bænum Guangzhou í suðurhluta landsins fyrr á þessu ári vegna skorts á úrræðum.

Á sex vikna tímabili var komið með 262 börn í athvarfið þar. Flest voru veik og fötluð. Foreldrarnir höfðu skilið eftir peninga og miða sem á stóð að þeir hefðu ekki efni á að borga fyrir læknismeðferð og skólagöngu fyrir börnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×