Erlent

Snúa aftur heim í rústirnar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kona á gangi í hverfinu sínu í Homs í Sýrlandi. Stjórnarherinn náði borginni á sitt vald aftur í síðasta mánuði.
Kona á gangi í hverfinu sínu í Homs í Sýrlandi. Stjórnarherinn náði borginni á sitt vald aftur í síðasta mánuði. Vísir/AP
Íbúar borgarinnar Homs í Sýrlandi eru teknir að snúa aftur heim til sín eftir tveggja ára umsátur stjórnarhersins sem lauk með því að uppreisnarmenn flúðu borgina í síðasta mánuði.

Borgin er að stórum hluta rústir einar eftir bardaga og loftárásir stjórnarhersins, en þessa dagana eru íbúarnir að leita í rústunum að einhverju nýtilegu. Hvernig þeim gengur að koma undir sig fótunum á ný gæti gefið vísbendingar um það hvort stjórn Bashar al Assads forseta eigi sér viðreisnar von.

Uppreisnin gegn honum hófst í Homs fyrir rúmlega þremur árum. Borgarastyrjöldin, sem enn geisar í landinu, hefur kostað meira en 150 þúsund manns lífið.


Tengdar fréttir

Íbúum Homs var bjargað í dag

Umsátursástand í sýrlensku stórborginni Homs hefur ríkt í nítján mánuði en í dag lögðu stríðandi fylkingar niður vopn sín og greiddu leið fyrir stríðshrjáðum íbúum borgarinnar.

Vonast eftir vopnahléi í Homs

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi hafa sammælst um að gera hlé á átökum í borginni Homs í dag til þess að hægt verði að forða óbreyttum borgurum út úr borginni.

Innilokuð í íbúð sinni í sjö hundruð daga

Í sjö hundruð daga, nærri tvö heil ár, var 65 ára kona lokuð inni í íbúð sinni í Homs. Hún komst hvergi vegna linnulausra átaka milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna.

Hundruð flúðu umsetna borg

Vopnahlé á milli uppreisnarmanna og herliðs sem er hliðhollt Assad Sýrlandsforseta var rofið.

Uppreisnarher fer frá Homs

Sýrlandsstjórn nær þar með völdum í Homs á ný, en þar var lengi vel höfuðvígi uppreisnarinnar gegn Bashar al Assad forseta og stjórn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×