Tuttugu staðreyndir um HM 12. júní 2014 15:45 Allt klárt í Brasilíu fyrir upphafsleikinn í kvöld. Vísir/getty 1. Bosnía og Hersegóvína er eini nýliðinn á HM. Bosníumenn hafa áður leikið á HM, undir merkjum Júgóslavíu, en þetta er í fyrsta sinn sem Bosnía tekur þátt sem sjálfstætt ríki.2. Ekkert lið hefur fengið á sig jafn fá mörk á HM og Angóla. Liðið var með í fyrsta og eina skipti í Þýskalandi 2006, þar sem liðið fékk aðeins á sig tvö mörk í þremur leikjum gegn Portúgal, Mexíkó og Íran.3. England hefur oftast fallið úr leik án þess að hafa tapað leik (vítaspyrnukeppnir ekki meðtaldar). Það gerðist 1982, 1990 og 2006.4. Þýskaland hefur oftastunnið silfur og brons á HM, eða fjórum sinnum hvor verðlaun. Alls hafa Þjóðverjar unnið til verðlauna á 11 af þeim 17 mótum sem liðið hefur tekið þátt í til þessa.5. Bora Milutinovic og Carlos Alberto Parreira hafa þjálfað flest lið á HM, eða fimm lið hvor. Milutinovic stýrði Mexíkó (1986), Kostaríka (1990), Bandaríkjunum (1994), Nígeríu (1998) og Kína (2002) og Parreira þjálfaði Kúveit (1982), Sameinuðu arabísku furstadæmin (1990), Brasilíu (1994 og 2006), Sádi-Arabíu (1998) og Suður-Afríku (2010).6. Aldrei hafa jafn margir leikmenn skorað fimm eða fleiri mörk á einu HM og árið 1994 í Bandaríkjunum. Hristo Stoichkov og Oleg Salenko skoruðu báðir sex mörk og Romário, Kenneth Andersson, Jürgen Klinsmann og Roberto Baggio fimm hver.7. Ekkert lið hefur farið taplaust í gegnum jafn mörg mót og Brasilía. Það hefur gerst sjö sinnum: 1958, ‘62, ‘70, ‘78, ‘86, ‘94 og 2002.8. Átta lið hafa orðið heimsmeistarar: Úrúgvæ, Ítalía, Þýskaland, Brasilía, England, Argentína, Frakkland og Spánn.9. Þrír leikir á HM hafa endað með níu marka sigri: Ungverjaland 9-0 S-Kórea (1954), Júgóslavía 9-0 Saír (1974) og Ungverjaland 10-1 El Salvador (1982).10. Peter Shilton og Fabien Barthez hafa haldið hreinu oftast allra markvarða á HM, eða tíu sinnum hvor.11. Enginn þjálfari hefur stýrt liði til jafn margra sigra í röð og Luiz Felipe Scolari. Undir hans stjórn vann Brasilía alla sjö leiki sína á HM 2002 og Portúgal fyrstu fjóra á HM 2006.12. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk í leik á HM en þegar Austurríki vann Sviss með sjö mörkum gegn fimm árið 1954.13. Just Fontaine á metið yfir flest mörk skoruð í einni keppni. Framherjinn skoraði 13 mörk þegar Frakkland vann til bronsverðlauna á HM í Svíþjóð 1958.14. Ekkert lið hefur tekið jafn oft þátt á HM án þess að komast í undanúrslit og Mexíkó.15. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu HM með 15 mörk. Hann skoraði fjögur mörk 1998, átta mörk 2002 og þrjú mörk 2006.16. Bakvörðurinn Cafu hefur oftast verið í sigurliði á HM, eða 16 sinnum.17. Ekkert lið hefur leikið jafn marga leiki í röð á HM án þess að vinna, en Búlgaría vann ekki fyrr en í 18. leik.18. Brasilía (1930-1958) og Þýskaland (1934-1958) hafa skorað að minnsta kosti eitt mark í flestum leikjum í röð á HM, eða 18 talsins.19. Ekkert lið hefur endað jafnoft í efstu 16 sætunum á HM og Brasilía,.20. HM í Brasilíu er 20. mótið sem fer fram. Brasilía er eina liðið sem hefur tekið þátt á þeim öllum. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00 Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
1. Bosnía og Hersegóvína er eini nýliðinn á HM. Bosníumenn hafa áður leikið á HM, undir merkjum Júgóslavíu, en þetta er í fyrsta sinn sem Bosnía tekur þátt sem sjálfstætt ríki.2. Ekkert lið hefur fengið á sig jafn fá mörk á HM og Angóla. Liðið var með í fyrsta og eina skipti í Þýskalandi 2006, þar sem liðið fékk aðeins á sig tvö mörk í þremur leikjum gegn Portúgal, Mexíkó og Íran.3. England hefur oftast fallið úr leik án þess að hafa tapað leik (vítaspyrnukeppnir ekki meðtaldar). Það gerðist 1982, 1990 og 2006.4. Þýskaland hefur oftastunnið silfur og brons á HM, eða fjórum sinnum hvor verðlaun. Alls hafa Þjóðverjar unnið til verðlauna á 11 af þeim 17 mótum sem liðið hefur tekið þátt í til þessa.5. Bora Milutinovic og Carlos Alberto Parreira hafa þjálfað flest lið á HM, eða fimm lið hvor. Milutinovic stýrði Mexíkó (1986), Kostaríka (1990), Bandaríkjunum (1994), Nígeríu (1998) og Kína (2002) og Parreira þjálfaði Kúveit (1982), Sameinuðu arabísku furstadæmin (1990), Brasilíu (1994 og 2006), Sádi-Arabíu (1998) og Suður-Afríku (2010).6. Aldrei hafa jafn margir leikmenn skorað fimm eða fleiri mörk á einu HM og árið 1994 í Bandaríkjunum. Hristo Stoichkov og Oleg Salenko skoruðu báðir sex mörk og Romário, Kenneth Andersson, Jürgen Klinsmann og Roberto Baggio fimm hver.7. Ekkert lið hefur farið taplaust í gegnum jafn mörg mót og Brasilía. Það hefur gerst sjö sinnum: 1958, ‘62, ‘70, ‘78, ‘86, ‘94 og 2002.8. Átta lið hafa orðið heimsmeistarar: Úrúgvæ, Ítalía, Þýskaland, Brasilía, England, Argentína, Frakkland og Spánn.9. Þrír leikir á HM hafa endað með níu marka sigri: Ungverjaland 9-0 S-Kórea (1954), Júgóslavía 9-0 Saír (1974) og Ungverjaland 10-1 El Salvador (1982).10. Peter Shilton og Fabien Barthez hafa haldið hreinu oftast allra markvarða á HM, eða tíu sinnum hvor.11. Enginn þjálfari hefur stýrt liði til jafn margra sigra í röð og Luiz Felipe Scolari. Undir hans stjórn vann Brasilía alla sjö leiki sína á HM 2002 og Portúgal fyrstu fjóra á HM 2006.12. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk í leik á HM en þegar Austurríki vann Sviss með sjö mörkum gegn fimm árið 1954.13. Just Fontaine á metið yfir flest mörk skoruð í einni keppni. Framherjinn skoraði 13 mörk þegar Frakkland vann til bronsverðlauna á HM í Svíþjóð 1958.14. Ekkert lið hefur tekið jafn oft þátt á HM án þess að komast í undanúrslit og Mexíkó.15. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu HM með 15 mörk. Hann skoraði fjögur mörk 1998, átta mörk 2002 og þrjú mörk 2006.16. Bakvörðurinn Cafu hefur oftast verið í sigurliði á HM, eða 16 sinnum.17. Ekkert lið hefur leikið jafn marga leiki í röð á HM án þess að vinna, en Búlgaría vann ekki fyrr en í 18. leik.18. Brasilía (1930-1958) og Þýskaland (1934-1958) hafa skorað að minnsta kosti eitt mark í flestum leikjum í röð á HM, eða 18 talsins.19. Ekkert lið hefur endað jafnoft í efstu 16 sætunum á HM og Brasilía,.20. HM í Brasilíu er 20. mótið sem fer fram. Brasilía er eina liðið sem hefur tekið þátt á þeim öllum.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00 Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Ýmsar nýjungar á HM í Brasilíu Boðið verður upp á ýmsar nýjungar á HM til að aðstoða dómara leiksins. Spurning er hvernig hinn almenni sófaáhugamaður tekur í breytingarnar sem draga úr vafamálum. 12. júní 2014 14:00
Hjörvar: Kvöldin eru skemmtilegasti leiktíminn Átján leikir í beinni og HM-messa með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. 12. júní 2014 13:15