Erlent

Páfi lýkur ferð í Jerúsalem

Karl Óli Hallbjörnsson skrifar
Páfi snerti Grátmúrinn, baðst fyrir og skildi eftir bréfmiða í glufu milli steinanna.
Páfi snerti Grátmúrinn, baðst fyrir og skildi eftir bréfmiða í glufu milli steinanna. Fréttablaðið/AFP
Frans páfi lauk ferð sinni um Mið-Austurlönd í gær þegar hann heimsótti ýmsa helgidóma í Jerúsalem.

Í Al-Asque-moskunni hvatti páfi fólk af öllum trúarbrögðum til að vinna saman að réttlæti og friði. Því næst baðst hann fyrir við Grátmúrinn þar sem hann skildi eftir bréfmiða.

Forsetar Ísraels og Palestínu hafa fagnað páfanum, og hafa þeir báðir þegið fundarboð hans til Vatíkansins.

Frans hélt einnig ræðu þar sem hann minntist helfararinnar. „Megi enginn misnota nafn guðs í þágu ofbeldis framar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×