Innlent

Um hundrað rafbílar í umferð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Guðmundur B. Jóhannesson, starfsmaður mánaðarins hjá Skeljungi, opnar nýja hraðhleðslustöð.
Guðmundur B. Jóhannesson, starfsmaður mánaðarins hjá Skeljungi, opnar nýja hraðhleðslustöð.
Fimmta hraðhleðslustöðin af tíu hefur verið opnuð á Miklubraut í samstarfi við Skeljung.

Sala á rafbílum hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Um hundrað rafbílar eru í umferð á Íslandi fyrir utan tvinnbílana sem ganga fyrir bæði bensíni og rafmagni.

Starfsmaður mánaðarins hjá Skeljungi opnaði nýju stöðina en sá starfsmaður hverju sinni fær afnot af rafbíl fyrirtækisins í einn mánuð. Það er hugsað sem umbun fyrir góða frammistöðu í starfi og kynning á grænum valkostum til samgangna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×