Erlent

Fyrrum ráðherra dæmdur fyrir stríðsglæpi

Bjarki Ármannsson skrifar
Biszku við réttarhöldin.
Biszku við réttarhöldin. Vísir/AFP
Fyrrum innanríkisráðherra Ungverjalands var í gær dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stríðsglæpi, samkvæmt frétt BBC. Hinn 92 ára Bela Biszku er sagður hafa skipað öryggissveitum að hefja skothríð á óbreytta borgara í uppreisninni árið 1956. 49 manns létu lífið.

Kommúnískri ríkisstjórn landsins var steypt af stóli í uppreisninni, sem var brotin á bak aftur með innrás Sovétmanna stuttu síðar. Biszku er fyrsti fyrrum leiðtogi kommúnista í landinu sem dreginn er fyrir dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×