Réðust inn í bækistöðvar sjóhersins Freyr Bjarnason skrifar 20. mars 2014 07:00 Hermenn hliðhollir Rússum bera töskur út úr bækistöðvum sjóhersins. Nordicphotos/AFP Grímuklæddir rússneskumælandi hermenn hertóku bækistöðvar úkraínska sjóhersins á Krímskaga eftir að hópur vopnaðra aðgerðarsinna hafði áður ráðist þangað inn. Yfirvöld á Krímskaga tóku einnig til fanga yfirmann úkraínska sjóhersins og eru einnig sögð hafa komið í veg fyrir að varnarmálaráðherra Úkraínu og aðrir embættismenn ríkisstjórnarinnar gætu ferðast þangað. Úkraínski herinn, sem er mun fámennari en sá rússneski á Krímskaga, hefur verið undir miklum þrýstingi síðan svæðið varð að nafninu til hluti af Rússlandi á þriðjudaginn eftir að greidd höfðu verið atkvæði um það. Nokkur hundruð vopnaðra aðgerðasinna fengu enga mótspyrnu þegar þeir réðust inn í bækistöðvar sjóhersins í borginni Sevastopol, þar sem floti Rússa í Svartahafi er með heimahöfn sína. Alls hafa tugir þúsunda hermanna undir stjórn Rússa náð yfirráðum á Krímskaga. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, bætti í gær Krímskaga við opinbert kort af Rússlandi. „Í hugum almennings hefur Krímskagi alltaf verið mikilvægur hluti af Rússlandi,“ sagði Pútín í ávarpi sínu. Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, sagði í ræðu sinni í gær að framrás Rússa í Úkraínu væri mesta ógnin við öryggi í Evrópu síðan í kalda stríðinu. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, varaði við því að Bandaríkin og Evrópa muni beita frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Nú þegar hefur refsiaðgerðum verið beitt gegn hópi rússneskra og úkraínskra embættismanna fyrir að hafa stutt atkvæðagreiðsluna um að Krímskagi slíti sig frá Úkraínu. „Ef Rússland heldur áfram að skipta sér af Úkraínu erum við tilbúnir með frekari refsiaðgerðir,“ sagði Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Grímuklæddir rússneskumælandi hermenn hertóku bækistöðvar úkraínska sjóhersins á Krímskaga eftir að hópur vopnaðra aðgerðarsinna hafði áður ráðist þangað inn. Yfirvöld á Krímskaga tóku einnig til fanga yfirmann úkraínska sjóhersins og eru einnig sögð hafa komið í veg fyrir að varnarmálaráðherra Úkraínu og aðrir embættismenn ríkisstjórnarinnar gætu ferðast þangað. Úkraínski herinn, sem er mun fámennari en sá rússneski á Krímskaga, hefur verið undir miklum þrýstingi síðan svæðið varð að nafninu til hluti af Rússlandi á þriðjudaginn eftir að greidd höfðu verið atkvæði um það. Nokkur hundruð vopnaðra aðgerðasinna fengu enga mótspyrnu þegar þeir réðust inn í bækistöðvar sjóhersins í borginni Sevastopol, þar sem floti Rússa í Svartahafi er með heimahöfn sína. Alls hafa tugir þúsunda hermanna undir stjórn Rússa náð yfirráðum á Krímskaga. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, bætti í gær Krímskaga við opinbert kort af Rússlandi. „Í hugum almennings hefur Krímskagi alltaf verið mikilvægur hluti af Rússlandi,“ sagði Pútín í ávarpi sínu. Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO, sagði í ræðu sinni í gær að framrás Rússa í Úkraínu væri mesta ógnin við öryggi í Evrópu síðan í kalda stríðinu. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, varaði við því að Bandaríkin og Evrópa muni beita frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Nú þegar hefur refsiaðgerðum verið beitt gegn hópi rússneskra og úkraínskra embættismanna fyrir að hafa stutt atkvæðagreiðsluna um að Krímskagi slíti sig frá Úkraínu. „Ef Rússland heldur áfram að skipta sér af Úkraínu erum við tilbúnir með frekari refsiaðgerðir,“ sagði Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira