Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Freyr Bjarnason skrifar 15. mars 2014 07:00 Boeing-vélin sem hvarf. mynd/wikipedia Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundinLaugardagur 8. mars Nokkrum klukkustundum eftir að farþegaflugvél Malaysia Airlines hvarf af ratsjá sagði framkvæmdastjóri Malaysia Airlines, Ahmad Jauhari Yahya, að hún hefði enn verið í sambandi við flugumferðarstjórn um tveimur klukkustundum eftir að hún tók á loft. Síðustu samskiptin hafi verið klukkan 2.40 um nóttina, 120 sjómílur austur af strönd Malasíu. En flugumferðarvefsíðan FlightAware sýndi vélina klifra í 35 þúsund feta hæð áður en hún hvarf af ratsjá klukkan 1 um nóttina, um tuttugu mínútum eftir flugtak. Þá átti vélin að fara inn í víetnamska lofthelgi en gerði það ekki. Flugmennirnir sendu ekki út neitt neyðarkall. Tólf klukkustundum eftir að vélin hvarf hófu leitarflokkar frá Malasíu, Singapúr og Víetnam leit að flakinu undan ströndum Víetnams. Kínverjar og Filippseyingar komu fljótlega til liðs við þá. Víetnamskur sjóðliðsforingi sagði að vélin hefði hugsanlega brotlent skammt frá víetnamskri eyju og fréttir bárust af mikilli olíubrák og reyk á svæðinu. Hugmyndum um að hryðjuverk hafi verið framið var varpað fram eftir að Ítali og Austurríkismaður sögðust ekki hafa verið um borð í vélinni þrátt fyrir að þeir hafi verið á farþegalistanum. Sunnudagur 9. mars Bandaríkjamenn hófu þátttöku í leitinni. Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, sagði að hryðjuverk væri möguleg orsök eftir að fregnir bárust af því að allt að fjórir farþegar vélarinnar hefðu hugsanlega verið með stolin vegabréf. Víetnamar sögðust hafa fundið flak úr vélinni á meðan Hishamuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, sagði að hún hefði mögulega snúið aftur til baka til Malasíu. Síðar um daginn kom í ljós að vegabréfum Ítalans og Austurríkismannsins hafði verið stolið í Taílandi. Óttast var að þeir sem notuðu vegabréfin þeirra hefðu verið hryðjuverkamenn.Mánudagur 10. mars Aharuddin Abdul Rahman, flugmálastjóri Malasíu, sagði að fimm farþegar hefðu skráð sig í flug 370 en ekki farið um borð. Ótti um að hryðjuverk hefði verið framið fékk byr undir báða vængi. Yfirvöld vísuðu á bug fregnum Víetnama um að flak vélarinnar hefði fundist. Olíubrákin var sögð hafa komið frá skipi. „Björgunarbátur“ átti að hafa sést undan ströndum Víetnams en þar reyndist vera á ferðinni togvinda þakin þara. Eftirlitsmyndir af tveimur mönnum á leið í flugvélina með stolnu vegabréfin tvö voru birtar.Þriðjudagur 11. mars Fulltrúar Malaysia Airlines sögðu að flugmennirnir hefðu hugsanlega reynt að snúa vélinni við til Malasíu. Leitarsvæðið var stækkað og fleiri leitarflokkar sendir á vettvang. Tan Sir Rodzali Daud, yfirmaður malasíska flughersins, sagði að vart hefði orðið við flugvélina klukkan 2.40 skammt frá eyjunni Pulau Perak á Malakkasundi, sem benti til þess að hún hefði snúið við eins og vangaveltur höfðu verið uppi um. Síðar bar hann þessi ummæli sín til baka. Hugmyndir um að hryðjuverk hefði verið framið fjöruðu að mestu út eftir að Interpol birti upplýsingar um þá sem höfðu stolnu vegabréfin í fórum sínum. Talið var að þeir hefðu verið hælisleitendur en ekki hryðjuverkamenn.Miðvikudagur 12. mars Daud sagði að síðasta ratsjármerki týndu flugvélarinnar hefði borist 200 mílum norðvestur af malasíska strandríkinu Penang klukkan 2.15 á laugardeginum. Þetta var þriðja útgáfan af mögulegri staðsetningu vélarinnar áður en hún hvarf. Þetta átti að hafa gerst 45 mínútum eftir að yfirvöld sögðust upphaflega hafa misst samband við vélina. Daud sagði síðar að ratsjármerkið hefði hugsanlega komið frá annarri flugvél. Óstaðfestar fregnir bárust um að malasískir sjómenn hefðu séð eitthvað sem leit út eins og björgunarbátur fljótandi í sjónum við austurströnd Malasíu. Peking News sagði frá því að lík hefði fundist á Malakkasundi í björgunarvesti en það reyndist ekki rétt.Fimmtudagur 13. mars Í ljós kom að kínverskar gervihnattamyndir sem áttu að sýna flak vélarinnar voru birtar fyrir mistök. Ekki var um brak úr henni að ræða að sögn samgöngumálaráðherrans Hishammuddins Hussein. Hann sagði það rangt að vélinni hefði verið flogið í fjórar klukkustundir eftir að samband rofnaði við flugturninn, eins og fjölmiðlar höfðu haldið fram. Bandaríkjamenn sögðu að nýjar upplýsingar hefðu leitt til þess að leitað verði að vélinni á nýju leitarsvæði í Indlandshafi.Föstudagur 14. mars Bandarísk rannsóknarnefnd sagðist hafa upplýsingar um að slokknað hefði á samskiptabúnaði vélarinnar með fjórtán mínútna millibili. Þetta þýddi að vélin hafi ekki lækkað flug sitt vegna bilunar heldur benti samskiptarofið til þess að slökkt hafi verið á búnaðinum handvirkt. Nefndin sagðist fullviss um að hvarf vélarinnar hafi verið meðvituð ákvörðun annars, ef ekki beggja flugmanna flugs 370. Leitin að vélinni beindist í auknum mæli í átt að Indlandshafi. 57 skip, 48 flugvélar og þrettán lönd tóku þátt. Kínverjar hvöttu yfirvöld í Malasíu til að birta allar mögulegar upplýsingar sem gætu tengst hvarfi vélarinnar í von um að þrengja leitarsvæðið. Þeir voru orðnir langþreyttir á misvísandi upplýsingum undanfarinnar viku.Fimm dularfull flugvélarhvörf Frægasta flugvélahvarf allra tíma átti sér stað árið 1937 þegar vél Ameliu Earhart hvarf á leið sinni í kringum hnöttinn. Earhart var á flugi yfir Kyrrahafinu þegar slysið varð. Eftir mikla leit að vélinni, án árangurs, var Earhart úrskurðuð látin tveimur árum síðar. Fimm dagar liðu þangað til flak Air France frá Rio de Janeiro til Parísar 2009 fannst í Atlantshafi. Tæp tvö ár liðu þangað til flugritinn fannst á 4.000 metra dýpi. Enginn hinna 228 manna um borð komst lífs af. Talið var að sjálfsstýring hefði farið úr sambandi og að flugmennirnir hefðu misst stjórn á vélinni. Boeing 737-þota Adam Air með 102 um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga 2007. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna flakið. Úrskurðað var að þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vanda með leiðarkerfið og misst stjórn á vélinni. Boeing 377-vél Pan Am með 44 um borð tók af stað frá San Francisco til Honolúlú 1957. Þegar flugið var hálfnað hvarf hún af ratsjá yfir Kyrrahafinu án þess að neyðarkall heyrðist frá flugmönnunum. Sex dögum síðar fundust lík úr vélinni og hluti af flakinu. Ekki er vitað fyrir víst hvað olli slysinu. Steve Fossett flaug af stað á einkaflugvél sinni frá Nevada í Bandaríkjunum 2007 en ekkert spurðist til hans eftir það. Umfangsmikil leit að vélinni stóð yfir allt þar til rúmu ári síðar þegar flakið fannst í fjallgarði í Kaliforníu. Talið var að sterkur vindur hefði líklega valdið slysinu. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundinLaugardagur 8. mars Nokkrum klukkustundum eftir að farþegaflugvél Malaysia Airlines hvarf af ratsjá sagði framkvæmdastjóri Malaysia Airlines, Ahmad Jauhari Yahya, að hún hefði enn verið í sambandi við flugumferðarstjórn um tveimur klukkustundum eftir að hún tók á loft. Síðustu samskiptin hafi verið klukkan 2.40 um nóttina, 120 sjómílur austur af strönd Malasíu. En flugumferðarvefsíðan FlightAware sýndi vélina klifra í 35 þúsund feta hæð áður en hún hvarf af ratsjá klukkan 1 um nóttina, um tuttugu mínútum eftir flugtak. Þá átti vélin að fara inn í víetnamska lofthelgi en gerði það ekki. Flugmennirnir sendu ekki út neitt neyðarkall. Tólf klukkustundum eftir að vélin hvarf hófu leitarflokkar frá Malasíu, Singapúr og Víetnam leit að flakinu undan ströndum Víetnams. Kínverjar og Filippseyingar komu fljótlega til liðs við þá. Víetnamskur sjóðliðsforingi sagði að vélin hefði hugsanlega brotlent skammt frá víetnamskri eyju og fréttir bárust af mikilli olíubrák og reyk á svæðinu. Hugmyndum um að hryðjuverk hafi verið framið var varpað fram eftir að Ítali og Austurríkismaður sögðust ekki hafa verið um borð í vélinni þrátt fyrir að þeir hafi verið á farþegalistanum. Sunnudagur 9. mars Bandaríkjamenn hófu þátttöku í leitinni. Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, sagði að hryðjuverk væri möguleg orsök eftir að fregnir bárust af því að allt að fjórir farþegar vélarinnar hefðu hugsanlega verið með stolin vegabréf. Víetnamar sögðust hafa fundið flak úr vélinni á meðan Hishamuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, sagði að hún hefði mögulega snúið aftur til baka til Malasíu. Síðar um daginn kom í ljós að vegabréfum Ítalans og Austurríkismannsins hafði verið stolið í Taílandi. Óttast var að þeir sem notuðu vegabréfin þeirra hefðu verið hryðjuverkamenn.Mánudagur 10. mars Aharuddin Abdul Rahman, flugmálastjóri Malasíu, sagði að fimm farþegar hefðu skráð sig í flug 370 en ekki farið um borð. Ótti um að hryðjuverk hefði verið framið fékk byr undir báða vængi. Yfirvöld vísuðu á bug fregnum Víetnama um að flak vélarinnar hefði fundist. Olíubrákin var sögð hafa komið frá skipi. „Björgunarbátur“ átti að hafa sést undan ströndum Víetnams en þar reyndist vera á ferðinni togvinda þakin þara. Eftirlitsmyndir af tveimur mönnum á leið í flugvélina með stolnu vegabréfin tvö voru birtar.Þriðjudagur 11. mars Fulltrúar Malaysia Airlines sögðu að flugmennirnir hefðu hugsanlega reynt að snúa vélinni við til Malasíu. Leitarsvæðið var stækkað og fleiri leitarflokkar sendir á vettvang. Tan Sir Rodzali Daud, yfirmaður malasíska flughersins, sagði að vart hefði orðið við flugvélina klukkan 2.40 skammt frá eyjunni Pulau Perak á Malakkasundi, sem benti til þess að hún hefði snúið við eins og vangaveltur höfðu verið uppi um. Síðar bar hann þessi ummæli sín til baka. Hugmyndir um að hryðjuverk hefði verið framið fjöruðu að mestu út eftir að Interpol birti upplýsingar um þá sem höfðu stolnu vegabréfin í fórum sínum. Talið var að þeir hefðu verið hælisleitendur en ekki hryðjuverkamenn.Miðvikudagur 12. mars Daud sagði að síðasta ratsjármerki týndu flugvélarinnar hefði borist 200 mílum norðvestur af malasíska strandríkinu Penang klukkan 2.15 á laugardeginum. Þetta var þriðja útgáfan af mögulegri staðsetningu vélarinnar áður en hún hvarf. Þetta átti að hafa gerst 45 mínútum eftir að yfirvöld sögðust upphaflega hafa misst samband við vélina. Daud sagði síðar að ratsjármerkið hefði hugsanlega komið frá annarri flugvél. Óstaðfestar fregnir bárust um að malasískir sjómenn hefðu séð eitthvað sem leit út eins og björgunarbátur fljótandi í sjónum við austurströnd Malasíu. Peking News sagði frá því að lík hefði fundist á Malakkasundi í björgunarvesti en það reyndist ekki rétt.Fimmtudagur 13. mars Í ljós kom að kínverskar gervihnattamyndir sem áttu að sýna flak vélarinnar voru birtar fyrir mistök. Ekki var um brak úr henni að ræða að sögn samgöngumálaráðherrans Hishammuddins Hussein. Hann sagði það rangt að vélinni hefði verið flogið í fjórar klukkustundir eftir að samband rofnaði við flugturninn, eins og fjölmiðlar höfðu haldið fram. Bandaríkjamenn sögðu að nýjar upplýsingar hefðu leitt til þess að leitað verði að vélinni á nýju leitarsvæði í Indlandshafi.Föstudagur 14. mars Bandarísk rannsóknarnefnd sagðist hafa upplýsingar um að slokknað hefði á samskiptabúnaði vélarinnar með fjórtán mínútna millibili. Þetta þýddi að vélin hafi ekki lækkað flug sitt vegna bilunar heldur benti samskiptarofið til þess að slökkt hafi verið á búnaðinum handvirkt. Nefndin sagðist fullviss um að hvarf vélarinnar hafi verið meðvituð ákvörðun annars, ef ekki beggja flugmanna flugs 370. Leitin að vélinni beindist í auknum mæli í átt að Indlandshafi. 57 skip, 48 flugvélar og þrettán lönd tóku þátt. Kínverjar hvöttu yfirvöld í Malasíu til að birta allar mögulegar upplýsingar sem gætu tengst hvarfi vélarinnar í von um að þrengja leitarsvæðið. Þeir voru orðnir langþreyttir á misvísandi upplýsingum undanfarinnar viku.Fimm dularfull flugvélarhvörf Frægasta flugvélahvarf allra tíma átti sér stað árið 1937 þegar vél Ameliu Earhart hvarf á leið sinni í kringum hnöttinn. Earhart var á flugi yfir Kyrrahafinu þegar slysið varð. Eftir mikla leit að vélinni, án árangurs, var Earhart úrskurðuð látin tveimur árum síðar. Fimm dagar liðu þangað til flak Air France frá Rio de Janeiro til Parísar 2009 fannst í Atlantshafi. Tæp tvö ár liðu þangað til flugritinn fannst á 4.000 metra dýpi. Enginn hinna 228 manna um borð komst lífs af. Talið var að sjálfsstýring hefði farið úr sambandi og að flugmennirnir hefðu misst stjórn á vélinni. Boeing 737-þota Adam Air með 102 um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga 2007. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna flakið. Úrskurðað var að þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vanda með leiðarkerfið og misst stjórn á vélinni. Boeing 377-vél Pan Am með 44 um borð tók af stað frá San Francisco til Honolúlú 1957. Þegar flugið var hálfnað hvarf hún af ratsjá yfir Kyrrahafinu án þess að neyðarkall heyrðist frá flugmönnunum. Sex dögum síðar fundust lík úr vélinni og hluti af flakinu. Ekki er vitað fyrir víst hvað olli slysinu. Steve Fossett flaug af stað á einkaflugvél sinni frá Nevada í Bandaríkjunum 2007 en ekkert spurðist til hans eftir það. Umfangsmikil leit að vélinni stóð yfir allt þar til rúmu ári síðar þegar flakið fannst í fjallgarði í Kaliforníu. Talið var að sterkur vindur hefði líklega valdið slysinu.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira