Páll: Kæmi mikið á óvart ef við myndum spila ellefu leiki í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2014 07:00 Páll Kristjánsson, annar af þjálfurum KV-liðsins. Vísir/Daníel Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í gær þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en óvissa var um hvort félagið uppfyllti kröfur leyfiskerfis KSÍ eins og um unglingastarf og heimavöll. „Þetta er vægast satt mikill léttir. Nú get ég farið að eyða púðrinu að vinna í liðinu,“ sagði Páll Kristjánsson, annar af þjálfurum KV-liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. KR og KV senda meðal annars sameiginlegt lið til leiks í 2. flokki og Egilshöllin er nú heimavöllur liðsins. „Það kæmi mér mikið á óvart ef við myndum enda á því að spila 11 leiki í Egilshöllinni í sumar því við ætlum að leita annarra leiða,“ sagði Páll. „Ég taldi okkur vera búna að uppfylla öll skilyrði hvað varðar okkar heimavöll (gervigrasið úti í KR). Ég þarf því að sjá hvað við þurfum að gera til að gera hann löglegan en við eigum góða nágranna. Kannski fáum við að spila einhverja leiki á KR-vellinum sem væri óskandi. Það verða aldrei 11 leikir og þá er gott að hafa Egilshöllina sem bakland,“ sagði Páll. „Ég var sjálfsögðu orðinn stressaður þegar við fengum að vita það klukkan tvö í dag (gær) að heimavöllurinn væri ólöglegur og við þyrftum að leita allra leiða til að finna annan völl á svona skömmum tíma,“ sagði Páll. „Það verður síðan bara annar hausverkur að ári að takast á við leyfiskerfið á næsta ári,“ sagði Páll sem horfir ekki bara á það að halda sæti sínu í 1. deildinni í sumar. „Mér skilst að það sé enn þá strangari kröfur í úrvalsdeild og það verður því enn þá meiri hausverkur,“ sagði Páll í léttum tón að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Reglunum verður ekki breytt fyrir KV Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi málefni KV í kvöldfréttum Stöðvar tvö en enn er mikil óvissa um hvort Knattspyrnufélag Vesturbæjar fái hreinlega þátttökuleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar. 11. mars 2014 19:06 KV fær að spila í 1. deildinni í sumar - spila í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í kvöld keppnisleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar en þátttökuleyfi nýliðanna var ekki staðfest fyrr en á fundi leyfisráðs KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. mars 2014 19:15 Páll um samskipti KV og KSÍ: Stundum eins og að glíma við Sovét Páll Kristjánsson, formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 10. mars 2014 19:02 Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í gær þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en óvissa var um hvort félagið uppfyllti kröfur leyfiskerfis KSÍ eins og um unglingastarf og heimavöll. „Þetta er vægast satt mikill léttir. Nú get ég farið að eyða púðrinu að vinna í liðinu,“ sagði Páll Kristjánsson, annar af þjálfurum KV-liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. KR og KV senda meðal annars sameiginlegt lið til leiks í 2. flokki og Egilshöllin er nú heimavöllur liðsins. „Það kæmi mér mikið á óvart ef við myndum enda á því að spila 11 leiki í Egilshöllinni í sumar því við ætlum að leita annarra leiða,“ sagði Páll. „Ég taldi okkur vera búna að uppfylla öll skilyrði hvað varðar okkar heimavöll (gervigrasið úti í KR). Ég þarf því að sjá hvað við þurfum að gera til að gera hann löglegan en við eigum góða nágranna. Kannski fáum við að spila einhverja leiki á KR-vellinum sem væri óskandi. Það verða aldrei 11 leikir og þá er gott að hafa Egilshöllina sem bakland,“ sagði Páll. „Ég var sjálfsögðu orðinn stressaður þegar við fengum að vita það klukkan tvö í dag (gær) að heimavöllurinn væri ólöglegur og við þyrftum að leita allra leiða til að finna annan völl á svona skömmum tíma,“ sagði Páll. „Það verður síðan bara annar hausverkur að ári að takast á við leyfiskerfið á næsta ári,“ sagði Páll sem horfir ekki bara á það að halda sæti sínu í 1. deildinni í sumar. „Mér skilst að það sé enn þá strangari kröfur í úrvalsdeild og það verður því enn þá meiri hausverkur,“ sagði Páll í léttum tón að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Reglunum verður ekki breytt fyrir KV Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi málefni KV í kvöldfréttum Stöðvar tvö en enn er mikil óvissa um hvort Knattspyrnufélag Vesturbæjar fái hreinlega þátttökuleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar. 11. mars 2014 19:06 KV fær að spila í 1. deildinni í sumar - spila í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í kvöld keppnisleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar en þátttökuleyfi nýliðanna var ekki staðfest fyrr en á fundi leyfisráðs KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. mars 2014 19:15 Páll um samskipti KV og KSÍ: Stundum eins og að glíma við Sovét Páll Kristjánsson, formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 10. mars 2014 19:02 Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Reglunum verður ekki breytt fyrir KV Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi málefni KV í kvöldfréttum Stöðvar tvö en enn er mikil óvissa um hvort Knattspyrnufélag Vesturbæjar fái hreinlega þátttökuleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar. 11. mars 2014 19:06
KV fær að spila í 1. deildinni í sumar - spila í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í kvöld keppnisleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar en þátttökuleyfi nýliðanna var ekki staðfest fyrr en á fundi leyfisráðs KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. mars 2014 19:15
Páll um samskipti KV og KSÍ: Stundum eins og að glíma við Sovét Páll Kristjánsson, formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 10. mars 2014 19:02