Segir gagnrýni tveggja lækna koma á óvart Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 08:00 Kristján Oddsson , yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Yfirlæknir Leitarsviðs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Kristján Oddsson, segir gagnrýni í grein í Læknablaðinu á breytt skipulag leitar að leghálskrabbameini koma sér á óvart. Í greininni segja Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, og Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir leitarsviðsins hjá Krabbameinsfélaginu, rök fyrir því að boða konur ekki fyrr en 23 ára í leit ekki standast. Áður voru konur boðaðar þegar þær voru orðnar 20 ára. Óttast læknarnir að með breytingunum missi menn af alvarlegum forstigsbreytingum. „Að mínu mati er enginn faglegur ágreiningur milli þessara tveggja lækna og annarra sérfræðinga. Breytingarnar eru í samræmi við það sem Kristján Sigurðsson skrifaði í grein í European Journal of Cancer frá 2007 að leit ætti að byrja fljótlega eftir 20 ára aldur,“ segir Kristján Oddsson. „Það er víst ágreiningur,“ segir Kristján Sigurðsson. „Þegar ég skrifa fljótlega eftir 20 ára aldur á ég við á milli 20 ára og 21 árs. Í annarri grein sem ég skrifaði í fagrit kom fram að tíðni alvarlegra forstigsbreytinga hefði hækkað marktækt frá tvítugsaldri frá 1980. Tilgangur leitar er fyrst og fremst að greina og meðhöndla slíkar breytingar. Það er mitt álit að Landlæknir hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með því að leyfa þessar breytingar.“ Núverandi yfirlæknir leitarsviðsins bendir á að frá því að leitin hófst fyrir 50 árum hafi sjö konur undir 23 ára greinst með leghálskrabbamein. „Allir fagmenn eru sammála um að óraunhæft sé að koma í veg fyrir öll krabbamein með hópskoðunum. Þótt flestar ungar konur smitist af vörtuveirusýkingu stuttu eftir að þær hefja kynlíf þá hverfur sýkingin hjá helmingi þeirra sem smitast á um sex mánuðum og í um 90 prósentum tilfella er hún horfin innan tveggja til þriggja ára,“ segir Kristján Oddsson. „Við miðum breytingarnar við það sem gert er í nágrannalöndunum. Ef byrjað er að leita fyrr getur þurft að gera ónauðsynlegar aðgerðir. Leitin miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða.“ Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira
Yfirlæknir Leitarsviðs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Kristján Oddsson, segir gagnrýni í grein í Læknablaðinu á breytt skipulag leitar að leghálskrabbameini koma sér á óvart. Í greininni segja Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, og Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir leitarsviðsins hjá Krabbameinsfélaginu, rök fyrir því að boða konur ekki fyrr en 23 ára í leit ekki standast. Áður voru konur boðaðar þegar þær voru orðnar 20 ára. Óttast læknarnir að með breytingunum missi menn af alvarlegum forstigsbreytingum. „Að mínu mati er enginn faglegur ágreiningur milli þessara tveggja lækna og annarra sérfræðinga. Breytingarnar eru í samræmi við það sem Kristján Sigurðsson skrifaði í grein í European Journal of Cancer frá 2007 að leit ætti að byrja fljótlega eftir 20 ára aldur,“ segir Kristján Oddsson. „Það er víst ágreiningur,“ segir Kristján Sigurðsson. „Þegar ég skrifa fljótlega eftir 20 ára aldur á ég við á milli 20 ára og 21 árs. Í annarri grein sem ég skrifaði í fagrit kom fram að tíðni alvarlegra forstigsbreytinga hefði hækkað marktækt frá tvítugsaldri frá 1980. Tilgangur leitar er fyrst og fremst að greina og meðhöndla slíkar breytingar. Það er mitt álit að Landlæknir hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með því að leyfa þessar breytingar.“ Núverandi yfirlæknir leitarsviðsins bendir á að frá því að leitin hófst fyrir 50 árum hafi sjö konur undir 23 ára greinst með leghálskrabbamein. „Allir fagmenn eru sammála um að óraunhæft sé að koma í veg fyrir öll krabbamein með hópskoðunum. Þótt flestar ungar konur smitist af vörtuveirusýkingu stuttu eftir að þær hefja kynlíf þá hverfur sýkingin hjá helmingi þeirra sem smitast á um sex mánuðum og í um 90 prósentum tilfella er hún horfin innan tveggja til þriggja ára,“ segir Kristján Oddsson. „Við miðum breytingarnar við það sem gert er í nágrannalöndunum. Ef byrjað er að leita fyrr getur þurft að gera ónauðsynlegar aðgerðir. Leitin miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða.“
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira