Segir gagnrýni tveggja lækna koma á óvart Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 08:00 Kristján Oddsson , yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Yfirlæknir Leitarsviðs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Kristján Oddsson, segir gagnrýni í grein í Læknablaðinu á breytt skipulag leitar að leghálskrabbameini koma sér á óvart. Í greininni segja Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, og Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir leitarsviðsins hjá Krabbameinsfélaginu, rök fyrir því að boða konur ekki fyrr en 23 ára í leit ekki standast. Áður voru konur boðaðar þegar þær voru orðnar 20 ára. Óttast læknarnir að með breytingunum missi menn af alvarlegum forstigsbreytingum. „Að mínu mati er enginn faglegur ágreiningur milli þessara tveggja lækna og annarra sérfræðinga. Breytingarnar eru í samræmi við það sem Kristján Sigurðsson skrifaði í grein í European Journal of Cancer frá 2007 að leit ætti að byrja fljótlega eftir 20 ára aldur,“ segir Kristján Oddsson. „Það er víst ágreiningur,“ segir Kristján Sigurðsson. „Þegar ég skrifa fljótlega eftir 20 ára aldur á ég við á milli 20 ára og 21 árs. Í annarri grein sem ég skrifaði í fagrit kom fram að tíðni alvarlegra forstigsbreytinga hefði hækkað marktækt frá tvítugsaldri frá 1980. Tilgangur leitar er fyrst og fremst að greina og meðhöndla slíkar breytingar. Það er mitt álit að Landlæknir hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með því að leyfa þessar breytingar.“ Núverandi yfirlæknir leitarsviðsins bendir á að frá því að leitin hófst fyrir 50 árum hafi sjö konur undir 23 ára greinst með leghálskrabbamein. „Allir fagmenn eru sammála um að óraunhæft sé að koma í veg fyrir öll krabbamein með hópskoðunum. Þótt flestar ungar konur smitist af vörtuveirusýkingu stuttu eftir að þær hefja kynlíf þá hverfur sýkingin hjá helmingi þeirra sem smitast á um sex mánuðum og í um 90 prósentum tilfella er hún horfin innan tveggja til þriggja ára,“ segir Kristján Oddsson. „Við miðum breytingarnar við það sem gert er í nágrannalöndunum. Ef byrjað er að leita fyrr getur þurft að gera ónauðsynlegar aðgerðir. Leitin miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða.“ Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Yfirlæknir Leitarsviðs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Kristján Oddsson, segir gagnrýni í grein í Læknablaðinu á breytt skipulag leitar að leghálskrabbameini koma sér á óvart. Í greininni segja Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, og Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir leitarsviðsins hjá Krabbameinsfélaginu, rök fyrir því að boða konur ekki fyrr en 23 ára í leit ekki standast. Áður voru konur boðaðar þegar þær voru orðnar 20 ára. Óttast læknarnir að með breytingunum missi menn af alvarlegum forstigsbreytingum. „Að mínu mati er enginn faglegur ágreiningur milli þessara tveggja lækna og annarra sérfræðinga. Breytingarnar eru í samræmi við það sem Kristján Sigurðsson skrifaði í grein í European Journal of Cancer frá 2007 að leit ætti að byrja fljótlega eftir 20 ára aldur,“ segir Kristján Oddsson. „Það er víst ágreiningur,“ segir Kristján Sigurðsson. „Þegar ég skrifa fljótlega eftir 20 ára aldur á ég við á milli 20 ára og 21 árs. Í annarri grein sem ég skrifaði í fagrit kom fram að tíðni alvarlegra forstigsbreytinga hefði hækkað marktækt frá tvítugsaldri frá 1980. Tilgangur leitar er fyrst og fremst að greina og meðhöndla slíkar breytingar. Það er mitt álit að Landlæknir hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með því að leyfa þessar breytingar.“ Núverandi yfirlæknir leitarsviðsins bendir á að frá því að leitin hófst fyrir 50 árum hafi sjö konur undir 23 ára greinst með leghálskrabbamein. „Allir fagmenn eru sammála um að óraunhæft sé að koma í veg fyrir öll krabbamein með hópskoðunum. Þótt flestar ungar konur smitist af vörtuveirusýkingu stuttu eftir að þær hefja kynlíf þá hverfur sýkingin hjá helmingi þeirra sem smitast á um sex mánuðum og í um 90 prósentum tilfella er hún horfin innan tveggja til þriggja ára,“ segir Kristján Oddsson. „Við miðum breytingarnar við það sem gert er í nágrannalöndunum. Ef byrjað er að leita fyrr getur þurft að gera ónauðsynlegar aðgerðir. Leitin miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða.“
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira