Innlent

Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng

Þorgils Jónsson skrifar
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til þess að ráðast nú þegar í útboð á Dýrafjarðargöngum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til þess að ráðast nú þegar í útboð á Dýrafjarðargöngum. Mynd/Hafþór Gunnarsson
„Lífsspursmál“ er fyrir byggðir á norðanverðum Vestfjörðum að ríkisstjórnin eyði óvissu og bjóði út gerð Dýrafjarðarganga. Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Að auki er talið brýnt að lokið verði við hönnun vegstæðis Dynjandisheiðar.

Tekur bæjarráð undir áhyggjur Orkubús Vestfjarða, en framkvæmdastjóri þar sagði að á meðan ekki væri vitað hvernig málum verði háttað sé ekki hægt að leggja í fjárfestingar á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×