Erlent

Nær milljarður reykir daglega

Brjánn Jónasson skrifar
Jarðarbúar reyktu um 6.250 milljarða sígaretta árið 2012, samanborið við 4.960 milljarða árið 1980.
Jarðarbúar reyktu um 6.250 milljarða sígaretta árið 2012, samanborið við 4.960 milljarða árið 1980. Nordicphotos/AFP
Nærri milljarður jarðarbúa reykir daglega samkvæmt samantekt bandarísks læknatímarits sem vitnað er til á fréttavef BBC.

Fjöldi reykingarmanna hefur aukist á undanförnum áratugum þó hlutfallið dragist saman. Ástæðan er gríðarleg fólksfjölgun í heiminum.

Um 967 milljónir manna reyktu daglega á árinu 2012 samanborið við 721 milljón árið 1980. Tæplega 19 prósent jarðarbúa reykja nú, samanborið við nærri 26 prósent árið 1980.

Hæst hlutfall reykingarmanna í heiminum má finna á Austur-Tímor, þar sem 61 prósent landsmanna reykja daglega. Hlutfallið er lægst á eyjunum Antígva og Barbúda, 5 prósent.

Jarðarbúar reyktu um 6.250 milljarða sígaretta árið 2012, samanborið við 4.960 milljarða árið 1980.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×