Fækkun í Þjóðkirkjunni: „Þetta á að vera drullu beisik“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. október 2014 15:27 Hjalti Jón er verkefnastjóri æskulýðsstarfs Laugarneskirkju. Mynd/Guðmundur Einar „Mér finnst þetta almennt áhugaverð og spennandi þróun, fólk er að taka afstöðu, út frá sjálfu sér. Mér sýnist almennur upptaktur í því að fólk sé að kanna, máta sig og taka ábyrgð í andlegum efnum og það er alltaf fagnaðarefni,“ segir HjaltiJónSverrison, verkefnastjóri æskulýðsstarfs Laugarneskirkju, um tölur Þjóðskrár sem sýna að fyrir hvern þann Íslending sem fæðst hefur inn í Þjóðkirkjuna síðastliðin fjögur ár hefur rúmlega einn sagt sig úr henni. Þá gengu 636 manns úr kirkjunni á tímabilinu 1. júlí til 30. september í ár en aðeins 94 nýir meðlimir voru skráðir. „Þessi þróun ætti raunar að vera fagnaðarefni eins fyrir þjóðkirkjuna, það er enn frekar verið að kalla eftir því að hún segi hver hún sé og fyrir hvað hún standi, það flókna er að hún er og á og má auðvitað vera svo fáranlega margt - á meðan hún man að hún stendur fyrir eitt fyrst og síðast. Samfélagið skorar alltaf á kirkjuna og oft kemur þannig krafan um siðbót utan frá en ekki innan. Allt í allt þá finnst mér þetta mjög spennandi tímar og frábært að flóran víkki, vaxi og breytist,“ heldur Hjalti Jón áfram. Aðspurður um hvort réttlætanlegt sé að eitt trúfélag fái svo há fjárframlög umfram önnur segir Hjalti samband ríkis og þjóðkirkju flókið. „Sambandið er fáránlega flókið. Ég er ekki fær um að svara því með beinum hætti. Aftur á móti er svo að Þjóðkirkjan hefur menningarlega sérstöðu hér í landi og ég held, þó ég skilji að margir séu ósammála, að þrátt fyrir það að viðhalda þeirri sérstöðu, og því má ekki gleyma að Þjóðkirkjan er afskaplega miðlæg í margri þjónustu hér á landi, sé hægt að tryggja að lífsskoðanafélög hér á landi standi jöfnum fótum á grundvallarsviðum. Fjárhagslega hliðin má finna sér bara gott jafnvægi eftir hlutföllum.“En fyrir hvern er Þjóðkirkjan þá? „Þjóðkirkjan er og verður að vera fyrst samfélag, stofnun svo. Fólkið skapar kirkjuna og flóran er litrík - það sést vel í allri umræðu í dag. Fólk er ólíkt innan þjóðkirkjunnar ekki síður en gagnvart þeim sem utan stendur. Það sem sameinar skiptir mestu og það er alltaf fagnaðarerindið: elskaðu náungann, leyfðu þér að vera elskaður og meðtekinn. Lifum þessu lífi saman. Þetta á að vera nefnilega drullu beisik.“ Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Mér finnst þetta almennt áhugaverð og spennandi þróun, fólk er að taka afstöðu, út frá sjálfu sér. Mér sýnist almennur upptaktur í því að fólk sé að kanna, máta sig og taka ábyrgð í andlegum efnum og það er alltaf fagnaðarefni,“ segir HjaltiJónSverrison, verkefnastjóri æskulýðsstarfs Laugarneskirkju, um tölur Þjóðskrár sem sýna að fyrir hvern þann Íslending sem fæðst hefur inn í Þjóðkirkjuna síðastliðin fjögur ár hefur rúmlega einn sagt sig úr henni. Þá gengu 636 manns úr kirkjunni á tímabilinu 1. júlí til 30. september í ár en aðeins 94 nýir meðlimir voru skráðir. „Þessi þróun ætti raunar að vera fagnaðarefni eins fyrir þjóðkirkjuna, það er enn frekar verið að kalla eftir því að hún segi hver hún sé og fyrir hvað hún standi, það flókna er að hún er og á og má auðvitað vera svo fáranlega margt - á meðan hún man að hún stendur fyrir eitt fyrst og síðast. Samfélagið skorar alltaf á kirkjuna og oft kemur þannig krafan um siðbót utan frá en ekki innan. Allt í allt þá finnst mér þetta mjög spennandi tímar og frábært að flóran víkki, vaxi og breytist,“ heldur Hjalti Jón áfram. Aðspurður um hvort réttlætanlegt sé að eitt trúfélag fái svo há fjárframlög umfram önnur segir Hjalti samband ríkis og þjóðkirkju flókið. „Sambandið er fáránlega flókið. Ég er ekki fær um að svara því með beinum hætti. Aftur á móti er svo að Þjóðkirkjan hefur menningarlega sérstöðu hér í landi og ég held, þó ég skilji að margir séu ósammála, að þrátt fyrir það að viðhalda þeirri sérstöðu, og því má ekki gleyma að Þjóðkirkjan er afskaplega miðlæg í margri þjónustu hér á landi, sé hægt að tryggja að lífsskoðanafélög hér á landi standi jöfnum fótum á grundvallarsviðum. Fjárhagslega hliðin má finna sér bara gott jafnvægi eftir hlutföllum.“En fyrir hvern er Þjóðkirkjan þá? „Þjóðkirkjan er og verður að vera fyrst samfélag, stofnun svo. Fólkið skapar kirkjuna og flóran er litrík - það sést vel í allri umræðu í dag. Fólk er ólíkt innan þjóðkirkjunnar ekki síður en gagnvart þeim sem utan stendur. Það sem sameinar skiptir mestu og það er alltaf fagnaðarerindið: elskaðu náungann, leyfðu þér að vera elskaður og meðtekinn. Lifum þessu lífi saman. Þetta á að vera nefnilega drullu beisik.“
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?