Innlent

Herflugvél lendir í Keflavík

Bjarki Ármannsson skrifar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Valli
Herflugvél með bilaðan hreyfil hefur verið beint til Keflavíkur og mun lenda þar um klukkan kortér yfir fjögur. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að vera til taks á Reykjavíkurflugvelli, tilbúin til brottfarar ef þess gerist þörf.

Um er að ræða hóp þriggja véla frá Bandaríska Flughernum, eina eldsneytisflugvél af gerðinni KC135, og tvær F-18 orrustuþotur.

Var það önnur F-18 orrustuþotanna sem var með bilaðan hreyfil, hún lenti heilu og höldnu í Keflavík kl 16:19.

Uppfært klukkan 16.45: Landhelgisgæslan segir vélina lenta heilu og höldnu en vill ekki gefa upp að svo stöddu hvaðan hún kemur. Vélin þarf sennilega að stoppa á Íslandi í nokkra klukkutíma og jafnvel daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×