Innlent

Skallaður á skemmtistað í Grafarvogi

Bjarki Ármannsson skrifar
Úr Grafarvogi.
Úr Grafarvogi. Vísir/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar árás sem átti sér stað á skemmtistað í Grafarvogi rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maður var þar skallaður í höfuðið með þeim afleiðingum að í honum losnaði tönn. Að sögn lögreglu er vitað hver skallaði manninn en sá fannst ekki á staðnum þegar lögregla mætti.

Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Þar var maður sleginn í rot og er ekki vitað hver árásarmaðurinn er.

Þrír ökumenn voru svo stöðvaðir í nótt grunaðir um ölvun við akstur. Einn þeirra reyndist undir áhrifum fíkniefna og fundust ætluð fíkniefni á honum. Samkvæmt tilkynningu lögreglu kom einnig í ljós hefur verið sviptur ökuréttindum og er þetta í þriðja sinn sem hann er stöðvaður frá því að hann missti réttindin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×