Ástæða til að gleðjast í stað almennra leiðinda Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2014 19:45 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að skuldaniðurfærsla heimilanna verði mun minni en formenn stjórnarflokkanna boðuðu í Hörpu á sínum tíma. Forsætisráðherra sakaði hann um að ala á ótta hjá þeim tugum þúsunda heimila sem búast megi við leiðréttingu húsnæðisskulda sinna. Fjármálaráðherra mælti loks fyrir stóru skuldaniðurfellingarfrumvörpunum á Alþingi í dag. En í fyrirspurnartíma fékk þingflokksformaður Samfylkingarinnar dæmi ríkisstjórnarinnar ekki til að ganga upp. Í frumvörpunum sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í dag er annars vegar gert ráð fyrir ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána og hins vegar beinu framlagi úr ríkissjóði upp á 80 milljarða á næstu fjórum árum í sama tilgangi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar ynnti forsætisráðherra eftir reiknivél sem boðað hafi verið að sett yrði upp svo skuldarar gætu séð hversu mikið lán þeirra muni lækka. „Þegar maður pantar sér pítsu veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða bara brauðstangir. Maður hefur líka upplýsingar um verðið. En nú ber svo við að almenningur getur ekki fengið upplýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðréttingu,“ sagði Helgi. Það hafi hins vegar átt að vera hægt samkvæmt tillögum sem kynntar voru í Hörpu í nóvember. „Og í fréttatilkynningunni með Hörpu var reiknivél lofað um tillögurnar. Svo var allt í einu hætt við að setja fram reiknivél og eftir það var alveg horfið frá tillögunum sem kynntar voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Hér er verið að kynna tillögur sem fela í sér gríðarlega stórt úrræði til að koma til móts við heimili landsins. Viðbrögð háttvirts þingmanns við þessu og undirbúningur hans fyrir umræðuna hefur eingöngu snúist um það að reyna að ala sem mest á tortryggni og reyna að finna sem flesta hópa sem hann getur mögulega á einhvern hátt gert óörugga eða óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Svarið væri einfalt, það sem kynnt hafi verið í Hörpu hafi síðan verið útfært. „Í Hörpu töluðu forsætis- og fjármálaráðherra um að fólk mætti vænta þess að fá 13 prósent. Nú eru þeir alveg hættir að nefna prósentur. Leiðrétingartillögurnar sem kynntar voru í Iðnó nema 5,7 prósentum af verðtryggðum skuldum heimilanna. Það er allt önnur tala en 13 prósentin sem nefnd voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Virðulegur forseti, ég er ekki að hugsa um háttvirtan þingmann Helga Hjörvar. Ég er að hugsa um allt það fólk sem háttvirtur þingmaður einbeitir sér að því að blekkja, gera óöruggt og skapa almenn leiðindi, þegar við höfum einmitt ástæðu til að gleðjast,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að skuldaniðurfærsla heimilanna verði mun minni en formenn stjórnarflokkanna boðuðu í Hörpu á sínum tíma. Forsætisráðherra sakaði hann um að ala á ótta hjá þeim tugum þúsunda heimila sem búast megi við leiðréttingu húsnæðisskulda sinna. Fjármálaráðherra mælti loks fyrir stóru skuldaniðurfellingarfrumvörpunum á Alþingi í dag. En í fyrirspurnartíma fékk þingflokksformaður Samfylkingarinnar dæmi ríkisstjórnarinnar ekki til að ganga upp. Í frumvörpunum sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í dag er annars vegar gert ráð fyrir ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána og hins vegar beinu framlagi úr ríkissjóði upp á 80 milljarða á næstu fjórum árum í sama tilgangi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar ynnti forsætisráðherra eftir reiknivél sem boðað hafi verið að sett yrði upp svo skuldarar gætu séð hversu mikið lán þeirra muni lækka. „Þegar maður pantar sér pítsu veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða bara brauðstangir. Maður hefur líka upplýsingar um verðið. En nú ber svo við að almenningur getur ekki fengið upplýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðréttingu,“ sagði Helgi. Það hafi hins vegar átt að vera hægt samkvæmt tillögum sem kynntar voru í Hörpu í nóvember. „Og í fréttatilkynningunni með Hörpu var reiknivél lofað um tillögurnar. Svo var allt í einu hætt við að setja fram reiknivél og eftir það var alveg horfið frá tillögunum sem kynntar voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Hér er verið að kynna tillögur sem fela í sér gríðarlega stórt úrræði til að koma til móts við heimili landsins. Viðbrögð háttvirts þingmanns við þessu og undirbúningur hans fyrir umræðuna hefur eingöngu snúist um það að reyna að ala sem mest á tortryggni og reyna að finna sem flesta hópa sem hann getur mögulega á einhvern hátt gert óörugga eða óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Svarið væri einfalt, það sem kynnt hafi verið í Hörpu hafi síðan verið útfært. „Í Hörpu töluðu forsætis- og fjármálaráðherra um að fólk mætti vænta þess að fá 13 prósent. Nú eru þeir alveg hættir að nefna prósentur. Leiðrétingartillögurnar sem kynntar voru í Iðnó nema 5,7 prósentum af verðtryggðum skuldum heimilanna. Það er allt önnur tala en 13 prósentin sem nefnd voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Virðulegur forseti, ég er ekki að hugsa um háttvirtan þingmann Helga Hjörvar. Ég er að hugsa um allt það fólk sem háttvirtur þingmaður einbeitir sér að því að blekkja, gera óöruggt og skapa almenn leiðindi, þegar við höfum einmitt ástæðu til að gleðjast,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira