Fékk leikbann fyrir kynþáttaníð í Garðinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2014 06:30 Rautt Kynþáttaníð er ekki boðlegt. Vísir/Getty Á fundi stjórnar KSÍ í janúar voru gerðar breytingar á regluverki sambandsins hvað varðar aga- og úrskurðarmál. Ný grein, 16. grein aga- og úrskurðarmála, var tekin í notkun en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefur í för með sér. Áður hafa íslenskir leikmenn verið settir í bönn og sektaðir fyrir mismunun á knattspyrnuvellinum en 16. greinin var fyrst notuð í agadómi KSÍ í síðasta mánuði þegar Gylfi Örn Á. Öfjörð, leikmaður Víðis í Garði, var úrskurðaður í fimm leikja bann og félagið sektað um 100.000 krónur vegna framferðis hans í leik Víðis og Ísbjarnarins í leik í C-deild Lengjubikarsins. Gylfi fékk rautt spjald á 45. mínútu leiksins, sem fram fór 5. apríl í Garðinum, fyrir að beita Rui Pedro De Jesus Pereira, leikmann Ísbjarnarins, kynþáttaníði. Sá síðarnefndi tæklaði Gylfa hressilega og uppskar gult spjald en Gylfi svaraði fyrir sig með orðum sem ekki eiga að heyrast á knattspyrnuvelli frekar en annars staðar. Þessi nýja 16. grein er í fimm liðum og má lesa hana á vefsíðu KSÍ. Augljóst er að hart á að taka á kynþáttaníði og allri mismunun. Lið getur til dæmis misst stig í móti gerist leikmenn og forsvarsmenn þess sekir um kynþáttaníð. Þá getur áhorfandi sem beitir leikmenn kynþáttaníði verið settur í tveggja ára leikvallabann og viðkomandi félag sektað um 150.000 krónur án tillits til saknæmrar háttsemi eða yfirsjónar félagsins. Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ í janúar voru gerðar breytingar á regluverki sambandsins hvað varðar aga- og úrskurðarmál. Ný grein, 16. grein aga- og úrskurðarmála, var tekin í notkun en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefur í för með sér. Áður hafa íslenskir leikmenn verið settir í bönn og sektaðir fyrir mismunun á knattspyrnuvellinum en 16. greinin var fyrst notuð í agadómi KSÍ í síðasta mánuði þegar Gylfi Örn Á. Öfjörð, leikmaður Víðis í Garði, var úrskurðaður í fimm leikja bann og félagið sektað um 100.000 krónur vegna framferðis hans í leik Víðis og Ísbjarnarins í leik í C-deild Lengjubikarsins. Gylfi fékk rautt spjald á 45. mínútu leiksins, sem fram fór 5. apríl í Garðinum, fyrir að beita Rui Pedro De Jesus Pereira, leikmann Ísbjarnarins, kynþáttaníði. Sá síðarnefndi tæklaði Gylfa hressilega og uppskar gult spjald en Gylfi svaraði fyrir sig með orðum sem ekki eiga að heyrast á knattspyrnuvelli frekar en annars staðar. Þessi nýja 16. grein er í fimm liðum og má lesa hana á vefsíðu KSÍ. Augljóst er að hart á að taka á kynþáttaníði og allri mismunun. Lið getur til dæmis misst stig í móti gerist leikmenn og forsvarsmenn þess sekir um kynþáttaníð. Þá getur áhorfandi sem beitir leikmenn kynþáttaníði verið settur í tveggja ára leikvallabann og viðkomandi félag sektað um 150.000 krónur án tillits til saknæmrar háttsemi eða yfirsjónar félagsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira