Erlent

Friðarráðstefna um málefni Sýrlands hafin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fulltrúar Sýrlandsstjórnar og fulltrúar stjórnarandstæðinga eru mættir á ráðstefnuna.
Fulltrúar Sýrlandsstjórnar og fulltrúar stjórnarandstæðinga eru mættir á ráðstefnuna. nordicphotos/getty
Alþjóðleg friðarráðstefna um málefni Sýrlands hófst í morgun í Montreaux í Sviss.

Tilgangur ráðstefnunnar er að binda enda á borgarastríð sem hefur geisað þar í landi en yfir 130.000 manns hafa látist í átökum í Sýrlandi.

Fulltrúar Sýrlandsstjórnar og stjórnarandstæðinga eru mættir á ráðstefnuna.

Um 40 utanríkisráðherrar munu halda ræður á ráðstefnunni í dag en hún verður svo í framhaldinu flutt til Genfar síðar í vikunni.

Farið er fram á að ríkisstjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta láti af völdum og við taki bráðabirgðastjórn, samsteypustjórn helstu stjórnmálafla í landinu. Bashar al-Assad neitar að láta af völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×