Fannfergi og frost vestra Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Snjórinn réðst þarna inn um dyr á íbúðarhúsi í bænum Cheektowaga í New York. fréttablaðið/AP Kuldar og fannfergi hafa herjað á Bandaríkjamenn síðustu daga. Þetta er óvenju snemma árs. Íbúar í vestanverðu New York-ríki hafa orðið einna verst úti, en mikil snjókoma hefur verið þar með tilheyrandi umferðarteppum. Íbúar í borginni Buffaló og nágrenni hennar vöknuðu upp við það á þriðjudagsmorgun að meira en 1,5 metra jafnföllnum snjó hafði kyngt niður. Í gær var reiknað með allt að 1,8 metrum í viðbót og í dag mega íbúarnir búast við 60 sentímetra snjó. Umferð stöðvaðist víða vegna fannfergisins, bifreiðar sátu fastar í snjókomunni og fólk komst ekki út úr húsum sínum þar sem snjórinn lokaði bæði dyrum og gluggum auk þess sem ófært var á götum. Þessar óvæntu vetrarhörkur urðu að minnsta kosti sjö manns að bana í New York, New Hampshire og Michigan. Þar á meðal fannst 46 ára gamall maður snemma í gærmorgun í bifreið sinni, sem var ofan í skurði og var komin á kaf í snjó. Fjórir létust af völdum hjartaáfalls þegar þeir voru að moka snjó, en einn varð undir bifreið sem hann var að reyna að losa úr snjónum.Hlass á þaki Ökumaðurinn lét eiga sig að skafa af þakinu, eftir að hafa mokað bílinn út úr snjóskafli í Lancaster.fréttablaðið/APÍ einu húsi létu bakdyrnar undan fannferginu þannig að herbergi fylltist af snjó. „Það urðu gríðarlegar drunur. Við hlupum öll þangað og héldum hreinlega að þakið á húsinu væri að hrynja,“ segir Chrissy Gritzke Hazard, sem var heima hjá sér ásamt eiginmanni sínum, fimm börnum og þremur vinum barnanna. „Við bjuggumst svo sannarlega ekki við því að dyrnar myndu láta undan, dyrakarmurinn og allt, inn í húsið.“ Næturfrost varð í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna í fyrrinótt, og mátti búast við því að slíkt hið sama myndi gerast næstu nætur. Sjaldgæft er að frost mælist í öllum ríkjunum fyrr en upp úr áramótum. Víða í Bandaríkjum urðu slys á fólki vegna hvassviðris og hálku á vegum. Loka þurfti skólum og tafir urðu á afgreiðslu hvers kyns mála í opinberum stofnunum. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Kuldar og fannfergi hafa herjað á Bandaríkjamenn síðustu daga. Þetta er óvenju snemma árs. Íbúar í vestanverðu New York-ríki hafa orðið einna verst úti, en mikil snjókoma hefur verið þar með tilheyrandi umferðarteppum. Íbúar í borginni Buffaló og nágrenni hennar vöknuðu upp við það á þriðjudagsmorgun að meira en 1,5 metra jafnföllnum snjó hafði kyngt niður. Í gær var reiknað með allt að 1,8 metrum í viðbót og í dag mega íbúarnir búast við 60 sentímetra snjó. Umferð stöðvaðist víða vegna fannfergisins, bifreiðar sátu fastar í snjókomunni og fólk komst ekki út úr húsum sínum þar sem snjórinn lokaði bæði dyrum og gluggum auk þess sem ófært var á götum. Þessar óvæntu vetrarhörkur urðu að minnsta kosti sjö manns að bana í New York, New Hampshire og Michigan. Þar á meðal fannst 46 ára gamall maður snemma í gærmorgun í bifreið sinni, sem var ofan í skurði og var komin á kaf í snjó. Fjórir létust af völdum hjartaáfalls þegar þeir voru að moka snjó, en einn varð undir bifreið sem hann var að reyna að losa úr snjónum.Hlass á þaki Ökumaðurinn lét eiga sig að skafa af þakinu, eftir að hafa mokað bílinn út úr snjóskafli í Lancaster.fréttablaðið/APÍ einu húsi létu bakdyrnar undan fannferginu þannig að herbergi fylltist af snjó. „Það urðu gríðarlegar drunur. Við hlupum öll þangað og héldum hreinlega að þakið á húsinu væri að hrynja,“ segir Chrissy Gritzke Hazard, sem var heima hjá sér ásamt eiginmanni sínum, fimm börnum og þremur vinum barnanna. „Við bjuggumst svo sannarlega ekki við því að dyrnar myndu láta undan, dyrakarmurinn og allt, inn í húsið.“ Næturfrost varð í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna í fyrrinótt, og mátti búast við því að slíkt hið sama myndi gerast næstu nætur. Sjaldgæft er að frost mælist í öllum ríkjunum fyrr en upp úr áramótum. Víða í Bandaríkjum urðu slys á fólki vegna hvassviðris og hálku á vegum. Loka þurfti skólum og tafir urðu á afgreiðslu hvers kyns mála í opinberum stofnunum.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira