Erlent

Framkvæmdastjóri dæmdur í tíu ára fangelsi vegna ferjunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúmlega 300 manns létu lífið þegar ferja sökk, þar af mest skólabörn.
Rúmlega 300 manns létu lífið þegar ferja sökk, þar af mest skólabörn. Vísir/AFP
Framkvæmdastjóri útgerðarfélags ferjunnar sem sökk við strendu Suður-Kóreu í apríl, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi. Hann var einnig sektaður um rúmlega 220 þúsund krónur, fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að of mikill farmur hafi verið settur um borð í ferjuna.

Rúmlega 300 manns létu lífið þegar ferjan sökk og þar mest af skólabörn.

Fjórir embættismenn voru einnig dæmdir til þriggja til sex ára fangelsisvistar og tveir aðrir starfsmenn fyrirtækisins voru dæmdir á skilorð. Embættismaður sem átti að ganga úr skugga um að allt væri með feldu varðandi farm ferjunnar var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Tveir starfsmenn sem hlóðu skipið voru dæmdir í tveggja ára fangelsi.

Embættismenn kenna vanrækslu áhafnarmeðlima um slysið, auk ofhleðslu og einnig segja þeir að skipið hafi verið illa hlaðið. Þá er björgunin sögð hafa verið ófagmannleg. Fimmtán áhafnarmeðlimir voru dæmdir allt að 36 ára fangelsisvistar í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×