Fótbolti

Hamann: Liverpool var heppið

Gerrard skorar hér sigurmark Liverpool í gær.
Gerrard skorar hér sigurmark Liverpool í gær. vísir/getty
Fyrsti leikur Liverpool í Meistaradeildinni í fimm ár var skrautlegur en enska liðið marði 2-1 sigur á Ludogorets eftir ævintýralegan lokakafla.

„Þetta var ekki frábær frammistaða en þó góð byrjun," sagði Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður félagsins..

„Liverpool spilaði ekki vel og kannski var svolítið vanmat í gangi því Liverpool var í vandræðum allan leikinn. Liðið náði aldrei að stýra leiknum almennilega og setja virkilega pressu á mark Búlgaranna.

„Það vantaði allt flæði í spilið og enginn taktur í leik liðsins. Kannski var líka svolítið stress. Margir höfðu ekki spilað áður í Meistaradeildinni og vissu að þessi leikur yrði að vinnast.

„Balotelli var pínulítið heppinn að fá boltann í fæturna þegar hann skoraði og það var líka svolítil lukka í því að fá vítið í lokin. Engu að síður góð byrjun."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×