Fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Grindavíkur: Skólagangan einkenndist af hræðslu og kvíða 9. apríl 2014 10:41 „Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%. Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira
„Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%.
Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira
Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03